fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Komst að því daginn eftir að hann flutti til Íslands að Rússar hefðu sprengt íbúðina hans – „Ég missti allt sem ég átti“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 7. maí 2022 17:30

Mynd/Auðunn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumaðurinn Oleksii Bykov, leikmaður KA á láni frá FK Mariupol í heimalandinu, er í viðtali við Fréttablaðið í dag.

Liðið er í samnefndri borg í Úkraínu sem hefur farið hvað verst út úr innrás Rússa sem hófst þann 24. febrúar. Bykov var einmitt í æfingaferð með Mariupol þegar stríðið braust út. „Það skildi enginn hvað var að gerast, það var mjög erfitt að horfa á þetta gerast því þarna eru vinir mínir og fjölskylda,“ sagði Bykov.

Bykov komst að því daginn eftir að hann kom til Íslands að Rússar hefðu sprengt íbúð hans í Maríupol. „Ég brotnaði algjörlega niður, ég missti allt sem ég átti. Ég þakka bara guði fyrir að enginn af ættingjum mínum var í íbúðinni minni.“

Þessi 24 ára gamli leikmaður kann vel við sig á Akureyri. „Lífið á Íslandi er gott, allir í kringum KA hafa séð afar vel um mig eftir að ég kom til landsins,“

Bykov er ekki bjartsýnn á það að snúa aftur til Maríupol á næstunni. „Þessa stundina er ekki hægt að snúa heim, ég get ekki farið aftur til Maríupol, borgin mín er gjöreyðilögð. Hér á Íslandi er ég umkringdur frábæru fólki sem hjálpar mér á þessum erfiðu tímum.“

Lesa má ítarlegt viðtal við Bykov í Fréttablaðinu með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“