„Við ætlum okkur meira en þetta, spá er bara til gamans og hún hefur aldrei ræst 100 prósent,“ segir Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar í Lengjudeild karla.
Afturelding fer af stað í Lengjudeildinni í kvöld þegar liðið mætir Grindavík. Liðinu er spáð 10 sæti deildarinnar sem er sama staða og liðið endaði í fyrra.
Lengjudeildin í beinni á Hringbraut:
Grótta – Vestri á laugardag klukkan 14:00
Markaþáttur Lengjudeildarinnar á mánudag klukkan 19:30
Afturelding vann Fótbolta.net mótið í vetur og Magnús fer brattur inn í mótið
„Veturinn hefur gengið vel, síðustu vikur hafa verið góðar og verið vaxani. Við erum í góðu standi og erum á betri stað en fyrir ári síðan.“
„Allir leikmenn sem hafa komið í vetur hafa verið öflugir að undanförnu. Ég held að hópurinn sé sterkari en í fyrra á sama tíma.“