Tveir leikur fara fram í Bestu deild karla klukkan 18 í dag. ÍA tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Víkings og Valur heimsækir Keflavík.
Víkingur vann 2-1 sigur gegn FH í fyrstu umferð á meðan Skagamenn gerðu 2-2 jafntefli við Stjörnuna.
Valur hóf tímabilið á 2-1 sigri á ÍBV í fyrstu umferð en Keflavík steinlá fyrir Breiðablik í 4-1 tapi. Valsmenn eru með óbreytt lið frá fyrsta leiknum en Keflvíkingar gera tvær breytingar á sínu liði. Ingimundur Aron og Ásgeir Páll koma inn fyrir Erni Bjarnason og Kian Williams.
Hjá ÍA kemur Hlynur Sævar inn fyrir Alex Davey. Kyle Mclagan og Logi Tómasson koma inn fyrir Halldór Smára og Karl Friðleif í liði Víkinga.
Byrjunarlið ÍA: Árni Snær Ólafsson, Johannes Björn Vall, Oliver Stefánsson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Christian Thobo Köhler, Steinar Þorsteinsson, Kaj Leo Í Bartalstovu, Gísli Laxdal Unnarsson, Aron Bjarki Jósepsson, Eyþór Aron Wöhler, Hlynur Sævar Jónsson
Byrjunarlið Víkinga: Ingvar Jónsson, Oliver Ekroth, Erlingur Agnarsson, Viktor Örlygur Andrason, Helgi Guðjónsson, Logi Tómasson, Ari Sigurpálsson, Júlíus Magnússon, Kyle McLagan, Davíð Örn Atlason, Kristall Máni Ingason.