fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
433Sport

„Fyrir mitt leiti vil ég að Laugardalurinn verði Íþróttadalurinn“

433
Sunnudaginn 3. apríl 2022 15:30

Margrét Lára, knattspyrnustjarna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um Þjóðarleikvanga í íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar alla föstudaga klukkan 21. Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur um fótbolta, sat í settinu með Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs en í vikunni var það kynnt að ekki væri gert ráð fyrir þeim til 2027 – sem síðar kom í ljós að var einhver vitleysa.

„Kannski er eðlilegt að þegar engin kostnaðaráætlun liggur fyrir að það sé ekki sett í ríkisfjármálin. Ég þekki það ekki nógu vel. Ásmundur Einar (félags- og barnamálaráðherra) lofar öllu fögru og ætlar að vera búinn að reisa höll á þessu kjörtímabili og byrja á vellinum. Það er einhver jákvæð tíðindi í þessu,“ segir Hörður Snævar.

Í svari Vöndu til Fréttablaðsins sagði meðal annars að þessi mál séu á byrjunarstigi og vegna óvissu sé ekki tímabært að gera ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs. „Þetta hljómar mjög undarlega í mín eyru, því mikil og ítarleg vinna hefur verið unnin á síðustu sex til sjö árum varðandi byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu. Viðamiklar skýrslur hafa verið gerðar og málið langt frá því að vera á byrjunarreit.“

video
play-sharp-fill

Margrét Lára segist vona að höll eða völlur rísi og heldur í jákvæðnina. „Það er búið að stilla okkur upp við vegg. Við sjáum það að landsliðin okkar eru farin að spila heimaleiki okkar erlendis. Það er algjörlega galið. Fyrir mitt leyti þarf þetta að gerast í gær og sérstaklega höllin. Við getum spilað á Laugardalsvelli aðeins áfram en auðvitað viljum við skapa stemmningu og stuðningsmenn séu þétt umvafnir leikmönnum og það græða allir á því – bæði leikmenn og áhorfendur.

Fyrir mitt leiti vil ég að Laugardalurinn verði Íþróttadalurinn. Þetta sé musteri okkar íslendinga fyrir íþróttafólk og fyrir ólympíufarana. Að allir geti labbað þarna inn og það sé hægt að sækja sjúkraþjálfun, næringarfræðslu, sálfræðiaðstoð eða hvað sem er. Fólk myndi hittast og borða saman og sækja sér þekkingu. Búa til menningu eins og þekkist á hinum norðurlöndunum.“

Margrét segir að allir geti grætt á slíkri hugsun og þetta gæti fært okkur nær hvort öðru. „Íþróttadalurinn er mín draumasýn þar sem eru glæsileg mannvirki og okkar fremsta íþróttafólk getur sótt alla daga ársins.“

Hörður tók undir þessa sýn og benti á að körfuboltakona gæti þá komið og talað við frjálsíþróttaþjálfara til að ræða um snerpu og annað. „Ég hef talað um þetta að það sé tengibygging á milli hallarinnar og vallarins þar sem allt þetta er til staðar. Það er draumur sem verður vonandi einhvern tímann að veruleika.“

Margrét tók dæmi um konur í íþróttum sem detta út vegna barneigna eða meiðsla. „Við finnum það alveg, sem hafa lent í slíku, að maður verður rosalega einn og rosalega týndur. Hver vill semja við leikmann sem er með slitið krossband. Það er bara gert af góðviljanum einum.“

Nánari umræðu um þjóðarhöllina og draumsýn þeirra Harðar og Margrétar má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hefur samþykkt tilboð Liverpool og félögin ræða nú saman

Hefur samþykkt tilboð Liverpool og félögin ræða nú saman
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Grínista slaufað fyrir ósmekklegan brandara um harmleikinn í Liverpool

Grínista slaufað fyrir ósmekklegan brandara um harmleikinn í Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Telja þægilegan sigur Chelsea í kortunum

Telja þægilegan sigur Chelsea í kortunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall
433Sport
Í gær

Tilkynnt um andlát goðsagnar

Tilkynnt um andlát goðsagnar
433Sport
Í gær

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?
Hide picture