fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Þvertekur fyrir sögusagnir um átök – ,,Þetta er ekki rétt“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 16:03

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, þvertekur fyrir að til átaka hafi komið á milli sín og Gianluigi Donnarumma, markvarðar Parísarliðsins eftir tap liðsins gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Með tapinu féll PSG úr leik í Meistaradeild Evrópu og fljótlega eftir tapið fóru að berast fréttir af því að til átaka hafi komið á milli Neymar og Donnarumma þar sem að þeim var gefið að sök að hafa sakað hvorn annan um orðið til þess að PSG tapaði leiknum.

,,Þetta er ekki rétt, það kom ekki til átaka á milli okkar eftir leik,“ sagði Neymar í færslu á samfélagsmiðlum sem birtist í dag. Þá hefur Donnarumma einnig greint frá því að ekkert athugavert hafi verið við samskipti sín og Neymar eftir leikinn.

Með færslunni á samfélagsmiðlum birti Neymar skjáskot af samskiptum sínum og Donnarumma á samfélagsmiðlaforritinu Whatsapp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Opnar sig um það þegar átta ára drengur lést í fangi hans

Opnar sig um það þegar átta ára drengur lést í fangi hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Potter vill starfið eftir brottrekstur Danans

Potter vill starfið eftir brottrekstur Danans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari