fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Hall­steinn hjólar í Klöru Bjartmarz og segir að Borghildur þurfi einnig að víkja

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. febrúar 2022 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hall­steinn Arn­ar­son skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann furðar sig á því að Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ sé ekki sett til hliðar. Klara hefur neitað að stíga til hliðar þrátt fyrir ákall um slíkt síðasta haust þegar sambandið tókst á við málefni landsliðsmanna.

Formaður sambandsins og öll stjórnin sagði af sér síðasta haust vegna meintra brota landsliðsmanna. Flestir úr þessari stjórn hafa sagt starfi sínu lausu og ætla ekki að starfa áfram en Hallsteinn furðar sig á því að Borghildur Sigurðardóttir ætli að gefa kost á sér áfram en hún er varaformaður sambandsins og hefur verið undanfarin ár.

Hallsteinn er með ex­ecuti­ve MBA gráðu í íþrótta­stjórn­un og er virk­ur meðlim­ur í nokkr­um leiðandi íþróttafag­sam­tök­um á heimsvísu að eigin sögn.

„Ég held að það hafi komið flest­um á óvart að fyrri stjórn KSÍ skyldi ekki óska eft­ir því við fram­kvæmda­stjóra sam­bands­ins að hún myndi þegar hætta eft­ir að meintu of­beld­is­mál­in komu upp á yf­ir­borðið. Fram­kvæmda­stjór­inn sjálf­ur virðist neita að horf­ast í augu við raun­veru­leik­ann og hef­ur sagst ekki ætla að segja af sér vegna mál­anna. Eft­ir leyfi var hún allt í einu kom­in aft­ur til starfa. Í viðtali við fram­kvæmda­stjór­ann sagðist hún hafa vitað af mál­um en vísað þeim á aðra eða í ferli. Spurð sagðist hún hvorki hafa séð ástæðu til að vinna sjálf í mál­un­um né spyrja út í þau,“ skrifar Hallsteinn í grein sinni og vísar þar til Klöru Bjartmarz.

Ársþing KSÍ fer fram eftir rúma viku en þar berjast Vanda Sigurgeirsdóttir og Sævar Pétursson um stólinn. Einnig er kosið til stjórnar. Hallsteinn segir að fyrsta verk hjá nýrri stjórn KSÍ eigi að að vera að skipta um framkvæmdarstjóra.

„Sum mál sem koma upp á vinnu­stöðum eru það al­var­leg að bregðast verður við þeim sem fyrst og því verður að vera þar til staðar fram­kvæmda­stjóri sem hef­ur dómgreind til að meta mál­in fljótt og rétt, og get­ur og er til­bú­inn að sker­ast strax í þau í stað þess að vísa þeim bara frá sér og axla enga ábyrgð.“

„Ég held að skyn­samt fólk sjái nú í gegn­um það ætli fram­kvæmda­stjór­inn að bera fyr­ir sig verklagi eða verka­skipt­ingu. Eigi að gera hana að kven­kyns fórn­ar­lambi í meintri karla­menn­ingu hjá sam­band­inu, þá erum við nú stutt kom­in í jafn­rétt­is­mál­um kynj­anna. Það hlýt­ur að verða fyrsta verk nýrr­ar stjórn­ar KSÍ að ráða nýj­an fram­kvæmda­stjóra.“

Hallsteinn víkur næst að Borghildi Sigurðardóttir sem gefur kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn KSÍ.

„Viðbrögð fyrri stjórn­ar vegna meintu of­beld­is­mál­anna hafa stórskaðað knatt­spyrnu­hreyf­ing­una hér heima. Samt ætl­ar þáver­andi og nú­ver­andi vara­formaður að bjóða sig fram til áfram­hald­andi setu í stjórn sam­bands­ins. Hvernig í ósköp­un­um ætl­ar næsta stjórn KSÍ að bæta ímynd og orðspor sam­bands­ins og end­ur­heimta traust og virðingu með sömu tvær mann­eskj­ur inn­an­borðs og voru við stjórn­völ­inn í lyk­il­stjórn­enda­stöðum hjá sam­band­inu þegar upp komst um meintu of­beld­is­mál­in?“

Að endingu segir Hallsteinn í grein sinni í Morgunblaðinu. „Auðvitað eiga bæði fram­kvæmda­stjór­inn og vara­formaður­inn að sjá að sér, stíga strax til hliðar og hleypa að nýju fólki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag neitaði að svara spurningum frá þremur miðlum

Ten Hag neitaði að svara spurningum frá þremur miðlum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“
433Sport
Í gær

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir
433Sport
Í gær

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn
433Sport
Í gær

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða