Oliver Stefánsson hefur gengið til tils við ÍA frá IFK Norrköping en félagið tilkynnti þetta í morgun.
Oliver kemur á lánssamningi frá Norrköpping en samningurinn gildir út keppnistímabilið þetta ár. Oliver var frá stóran hluta síðasta árs eftir að hann fékk blóðtappa í öxl.
„Gott að vera kominn aftur í ÍA og ég hlakka til sumarsins,“ sagði Oliver Stefánsson þegar hann hafði skrifað undir samning við Skagamenn.
Oliver Stefánsson gengur til liðs við ÍA frá IFK Norrköping
á lánssamningi sem gildir keppnistímabilið 2022.
Velkominn heim Oliver! Áfram ÍA!,,Gott að vera kominn aftur í ÍA og ég hlakka til sumarsins“, sagði Oliver þegar samningurinn var í höfn.#ÁframÍA #OliverSigns pic.twitter.com/z0tuKvqkg3
— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) February 12, 2022
Þetta er ekki eini leikmaðurinn sem Skagamenn bæta við sig en Aron Bjarki Jósepsson, Christian Köhler og Johannes Vall eru komnir til félagsins.