fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Arteta svaraði Aubameyang fullum hálsi – ,,Ég var lausnin, ekki vandamálið“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 9. febrúar 2022 11:30

Mynd: samsett/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, svaraði fyrir sig í tengslum við ummæli fyrrum leikmanns félagsins, Pierre Emerick-Aubameyang, sem gekk til liðs við Barcelona í janúar síðastliðnum.

Undir lok síns tíma hjá Arsenal, var fyrirliðabandið tekið af Aubameyang í kjölfar sífelldra agabrota. Þá fékk hann ekki að spila né æfa með félaginu síðustu vikur sínar hjá Arsenal.

Í viðtali á dögunum lét Aubameyang þau ummæli falla að þetta hafi allt verið tilkomið vegna Arteta. ,,Þetta var bara hann og hann tók þessa ákvörðun. Vandamál mitt tengdist bara Arteta, ég var ekki ánægður.“

Arteta tók ekki undir þessi ummæli Aubameyang á blaðamannafundi í morgun.

,,Ég er mjög þakklátur fyrir það sem Aubameyang hefur gert hjá félaginu síðan að ég tók við stjórn þess en ég sé mig sem lausnina ekki vandamálið í þessu máli. Ég hef 100% verið lausnin, ég get horft í augun á hverjum sem er og sagt þetta. Ég geri mistök eins og aðrir en ég vil alltaf ná bestu útkomuni fram, ekki fyrir sjálfan mig heldur fyrir félagið og liðið.“

Aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru nú í leikmannahópi Arsenal en Arteta hefur ekki áhyggjur af markaskorun liðsins.

,,Við erum með tvo framherja og þeir eru báðir fullfærir um að skora mörk og það hafa þeir sýnt í gegnum árin,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal á blaðamannafundi í dag.

Arsenal mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim vill styrkja miðjuna og horfir til Úlfanna

Amorim vill styrkja miðjuna og horfir til Úlfanna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Góður sigur hjá Íslandi í Lúxemborg

Góður sigur hjá Íslandi í Lúxemborg
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“
433Sport
Í gær

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“