fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Ensk úrvalsdeildarlið berjast um Aaron Ramsey – Verður hann liðsfélagi Jóa Berg?

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 23. janúar 2022 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Ramsey, leikmaður Juventus, vill fara frá ítalska félaginu og aftur í ensku úrvalsdeildina en hann lék áður með Arsenal. Tími hans hjá Juventus hefur ekki verið upp á marga fiska og eru stuðningsmenn liðsins ekki hrifnir af Ramsey.

Það er ljóst að Ramsey er á leið frá ítalska stórveldinu en Massimiliano Allegri hefur staðfest að miðjumaðurinn yfirgefi liðið í janúar. Enn er þó óvíst hver næsti áfangastaður verður.

Newcastle hefur nú þegar boðið í miðjumanninn en Ramsey hafði ekki áhuga á þeim félagsskiptum. Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Wolves og nokkur spænsk lið einnig gert tilboð í kappann.

Samkvæmt The Sun hefur Sean Dyche, stjóri Burnley mikinn áhuga á að fá leikmanninn til liðsins og hefur liðið verið í viðræðum við Juventus um lánssamning.

Það er ansi ólíklegt að Burnley sé tilbúið að borga launapakka Ramsey en hann er sagður fá 400 þúsund pund vikulega. Félagið er því að reyna að semja við Juventus um að ítalska félagið borgi hluta af laununum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jökull Andrésson í FH

Jökull Andrésson í FH
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið