fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Aubameyang á leið aftur til Lundúna vegna hjartavandamála

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 17. janúar 2022 19:10

Pierre-Emerick Aubameyang snýr líklega aftur í enska boltann, nú til Chelsea / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Arsenal, hefur fengið leyfi frá Gabon til að yfirgefa Afríkukeppnina. Sóknarmaðurinn flýgur aftur til Lundúna vegna hjartavandamála.

Aubameyang missti af leik Gabon gegn Gana á föstudag vegna hjartavandræða (e. heart lesions) eftir að hafa fengið kórónuveiruna fyrir nokkrum dögum síðan.

Gabon tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum að leikmaðurinn hefði greinst jákvæður þann 6. janúar síðastliðinn. Hann mun gangast undir frekari rannsóknir þegar hann mætir aftur til Arsenal.

Annar leikmaður gabonska landsliðsins, Mario Lemina, hefur einnig lokið keppni á Afríkukeppninni vegna hjartavandræða.

Knattspyrnusamband Gabon hefur ákveðið að færa leikmennina Pierre-Emerick Aubameyang og Mario Lemina í hendur félagsliða sinna til að halda áfram frekari rannsóknum,“ stóð í yfirlýsingu.

Aubameyang, sem greindist áður með Covid í ágúst í fyrra, hefur ekki spilað fyrir Arsenal síðan fyrirliðabandið var tekið af honum vegna agabrots.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til
433Sport
Í gær

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Í gær

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar
433Sport
Í gær

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín