fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Ástrós fær milljón í styrk fyrir að rannsaka samkynhneigð knattspyrnumanna

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttanefnd hefur ákveðið að úthluta 22,990 milljónum til 79 verkefna fyrir árið 2022. Nefndinni bárust alls 132 umsóknir að upphæð rúmlega 291 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2022.

Margt áhugavert kemur fram í úthlutun nefndarinnar en þar á meðal er ein milljón króna sem fer til að rannsóknar um samkynhneigð.

„Samkynhneigð knattspyrnumanna: Karlmennskuhugmyndir og skortur á sýnileika samkynhneigðra karla innan íþróttarinnar,“ segir um umsóknina en það er Ástrós Anna Klemensdóttir sem ætlar að rannsaka málið.

Alls voru 80 umsóknir um styrki til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana að upphæð rúmlega 221,7 m. kr. Styrkumsóknir um fræðslu- og útbreiðsluverkefni voru 48 að upphæð um 63,4 m. kr. og umsóknir vegna íþróttarannsókna voru 5 að upphæð rúmlega 6,67m. kr.

Til ráðstöfunar á fjárlögum 2022 eru rúmar 22 m. kr. en samkvæmt reglugerð um Íþróttasjóð þá fara ósóttir styrkir aftur til sjóðsins til úthlutunar. Hins vegar verður að taka tillit til að kostnaður við rekstur íþróttanefndar og þóknun til Rannís vegna umsýslu sjóðsins er tekið af styrkfé sjóðsins.

Íþróttanefnd hefur á fundum sínum fjallað um innkomnar umsóknir og leggur til í samræmi við reglur Íþróttasjóð um úthlutun til eftirtaldra 78 aðila fyrir árið 2022 úr Íþróttasjóði. Alls er lagt til að 42 umsóknir verði styrktar; úr flokknum ,,Aðstaða“, 32 úr flokknum ,,Fræðsla og útbreiðsla“ og 4 úr flokknum ,,Rannsóknir“. Í heild leggur því Íþróttanefnd til að úthlutað verði 22.990 milljónum kr. sem skiptist eftirfarandi.

Hér má sjá alla þá sem fá úthlutun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool
433Sport
Í gær

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Í gær

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm