fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Svakalegt veldi Raiola – Gæti átt þátt í þremur af stærstu félagaskiptunum næsta sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 26. september 2021 13:00

Mino Raiola.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattpsyrnumboðsmaðurinn Mino Raiola er mögulega sá stærsti í bransanum. Möguleiki er á því að hann verði viðloðinn þrjú af stærstu félagaskiptin í knattpyrnuheiminum næsta sumar.

Raiola er með menn á borð við Paul Pogba, Erling Braut Haaland og Zlatan Ibrahimovic á sínum snærum.

Talið er næsta víst að Raiola muni koma Haaland frá Dortmund í nýtt félag næsta sumar. Þá verður norski framherjinn fáanlegur fyrir 68 milljónir punda, vegna klásúlu sem Raiola lét setja í samning leikmannsins þegar hann kom til Dortmund frá RB Salzburg í janúar árið 2020.

Matthijs de Ligt, miðvörður Juventus, er einnig á mála hjá Raiola. Talið er að þessi 22 ára gamli leikmaður gæti farið frá félaginu næsta sumar. Klásúlan í hans samningi er þó töluvert hærri en hjá Haaland, 128 milljónir punda.

Loks gæti Pogba farið frá Manchester United. Samningur miðjumannsins rennur út næsta sumar. Raiola hefur verið duglegur við það að rugla stuðningsmenn Man Utd í rýminu um það hvort Pogba verði áfram eða ekki. Ljóst er að  Frakkinn gæti farið frítt frá félaginu næsta sumar.

Auk þessara leikmanna sem taldir eru upp hér að ofan eru stjörnur á borð við Gianluigi Donnarumma, Mario Balotelli, Moise Kean og Marco Verratti á mála hjá Raiola, svo eitthvað sé nefnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl