fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Greinir vítaspyrnur Árna og Pálma og birtir myndskeið – „Rýmar við kenningar Geir Jordet“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. september 2021 12:48

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Már Ólafsson einn færasti knattspyrnurýnir landsins birti í dag áhugaverð myndskeið þar sem hann greinir vítaspyrnur Árna Vilhjálmssonar og Pálma Rafns Pálmasonar frá því í gær.

Árni klikkaði á vítaspyrnu í tapi Breiðabliks gegn FH, hefðu Blikar náð jafntefli væri liðið á toppi deildarinnar fyrir síðustu umferðina. Pálmi klikkaði á vítaspyrnu fyrir KR gegn Víkingi í uppbótartíma, Pálmi hefði jafnað leikinn og komið KR í góðu stöðu um Evrópusæti. Ofan á það hefði mark Pálma orðið til þess að Breiðablik væri á toppnum.

Árni hefur verið öruggur á vítapunktinum í sumar en í gær virðist stressið hafa gert vart við sig. „Þegar við rýnum í viðbragðstíma Árna frá því að dómarinn flautar vítið á og aðhlaup hefst má sjá nokkuð sem rýmar við kenningar Geir Jordet um pressuna sem fylgir því að taka víti (hann greinir vissulega víti í vítakeppnum,“ skrifar Bjark og birtir tíma yfir hvernig Árni hefur tekið spyrnur í sumar.

Víti Árna í sumar eru 6:
– Valur í 12. umferð. Viðbragðstími: 1,52 sek
– FH í 13. – 1,32 sek
– Aberdeen í UCL – 1,20 sek
– ÍA í 17. – 1,48 sek
– Valur í 20. – 0,92 sek
– FH í 21. – 0,76 sek

„Pressan í síðustu tveimur vítunum gríðarleg og viðbragðstíminn minnkar eftir því. Þegar allt er undir – Þá borgar sig að draga inn andann djúpt, og fara af stað eftir að þú andar út.. Sem gerist ekki eftir 0,76 sekúndur,“ skrifar Bjarki.

„Árni sagðist ekki finna fyrir pressu í viðtali við fotbolta.net eftir Valsleikinn. Sem ég dreg í efa..,“ segir Bjarki einnig.

Hann birtir svo myndskeið af vítum Árna.

Pálmi Rafn Pálmason:

Pálmi Rafn hefur hingað til verið öruggt skytta en hann velur sér alltaf sama hornið. „Hvert ætli Pálmi setji hann? Síðustu 7 víti gætu gefið hugmynd um það,“ skrifar Bjarki og birtir myndskeið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kveður KA og heldur heim á leið

Kveður KA og heldur heim á leið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Emil Pálsson ráðinn til Blika

Emil Pálsson ráðinn til Blika
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Í gær

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“
433Sport
Í gær

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn