fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Roma og Milan með stórsigra – Napoli marði Genoa

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 21:22

Jose Mourinho er stjóri Roma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikir fóru fram í ítölsku Serie A í dag.

Salernitana 0-4 Roma

Öll mörkin komu í seinni hálfleik í stórsigri Roma gegn nýliðum Salernitana.

Lorenzo Pellegrini og Jordan Veretout skoruðu fyrir Roma snemma í seinni hálfleiknum.

Tammy Abraham gerði svo þriðja mark liðsins á 69. mínútu. Pellegrini innsiglaði 0-4 sigur Roma tíu mínútum síðar.

Roma er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Salernitana er án stiga.

AC Milan 4-1 Cagliari

Í sigri AC Milan á Cagliari voru hins vegar öll mörkin skoruð í fyrri hálfleik.

Sandro Tonalo kom Milan yfir á 12. mínútu. Stuttu síðar jafnaði Alessandro Deiola fyrir Cagliari.

Rafael Leao svaraði svo um hæl með öðru marki Milan. Á 24. mínútu kom Olivier Giroud þeim svo í 3-1 með sínu fyrsta marki fyrir félagið.

Frakkinn öflugi skoraði svo aftur með marki af vítapunktinum undir lok fyrri hálfleiks. Lokatölur 4-1.

Milan er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Cagliari er með eitt stig.

Genoa 1-2 Napoli

Napoli vann nauman sigur gegn Genoa á útivelli.

Fabian kom þeim yfir á 39. mínútu. Gestirnir leiddu þar til á 69. mínútu. Þá jafnaði Andrea Cambiaso fyrir Genoa.

Andrea Petagna skoraði hins vegar sigurmark Napoli á 84. mínútu. Lokatölur 1-2.

Napoli er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Genoa er án stiga.

Sassuolo 0-0 Sampdoria

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Í gær

England: United vann sterkan sigur á Newcastle

England: United vann sterkan sigur á Newcastle
433Sport
Í gær

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
433Sport
Í gær

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“