fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Mikael á leið í Serie A – Spilar undir stjórn goðsagnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 09:34

Mikael Egill Ellertsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spezia í Serie A hefur áhuga á því að kaupa Mikael Egil Ellertsson frá SPAL. Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska boltann, hefur þetta eftir ítölskum fjölmiðlum.

Sjá einnig: Mikael Egill æfir með aðalliði SPAL

Það kemur jafnframt fram að SPAL hafi samþykkt nýjasta kauptilboð Spezia í hinn 19 ára gamla Mikael. Stjóri Spezia er Thiago Motta, sem lék lengi með Paris Saint-Germain og þar áður Inter. Hann tók við liðinu í sumar. Spezia hafnaði í fimmtánda sæti Serie A á síðustu leiktíð.

Það kemur einnig fram í ítölskum fjölmiðlum að Juventus hafi einnig áhuga á Mikael. Það er þó ljóst að leiðin inn í aðalliðið þar er töluvert lengri en hjá Spezia.

,,Eins og staðan er núna er hópurinn hjá Spezia svo þunnur að hann nánast labbar inn í byrjunarliðið. Motta er þekktur fyrir að spila blússandi possession fótbolta, alveg sama hvaða lið hann þjálfar,“ skrifaði Björn Már á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Salah á leynifundi með fyrrum fyrirliða Liverpool – Líklegt að þetta hafi verið til umræðu

Salah á leynifundi með fyrrum fyrirliða Liverpool – Líklegt að þetta hafi verið til umræðu