fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Mál Gylfa litið alvarlegum augum innan KSÍ – Líklegt að boðað verði til fundar

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 10:48

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær bárust fregnir af því að leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni hafi verið handtekinn og yfirheyrður vegna meints brots gegn barni undir lögaldri. Seinna um kvöldið staðfesti Everton að leikmaðurinn væri úr þeirra röðum en áður hafði komið fram að leikmaðurinn væri 31 árs og hefði spilað fjölda landsleikja fyrir þjóð sína.

Í dag var svo greint frá því að leikmaðurinn sem um ræðir er Gylfi Þór Sigurðsson. Mikill stormur var á samfélagsmiðlinum Twitter um helgina þar sem netverjar veltu fyrir sér þessum orðrómi, löngu áður en greint var frá málinu í fjölmiðlum. Lítt þekktir slúðurmiðlar fjölluðu um málið og nafngreindu Gylfa strax á sunnudaginn.

Virtist það ýta undir sögusagnirnar að Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa, lokaði Instagram-síðu sinni um sama leyti. Þau eignuðust saman barn á dögunum og missti Gylfi af landsleikjaverkefnum þar sem hann vildi ekki missa af fæðingu barnsins.

Líkt og aðrir fjölmiðlar hér á landi fjallaði RÚV um málið en samkvæmt heimildum þeirra er mikil umræða um málið innan forystu Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Í frétt RÚV kemur fram að það sé talið líklegt að boðað verði til fundar seinna í dag vegna málsins. Þá er einnig sagt að málið sé litið alvarlegum augum innan KSÍ.

Þá greinir Vísir frá því að rætt hafi verið um málið hjá KSÍ í morgun. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við Vísi að sambandið hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá lögreglunni í Manchester um að Gylfi sé knattspyrnumaðurinn sem enskir fjölmiðlar greindu frá í gærkvöldi. Þá sagði Klara að málið hafi verið rætt af fjórum starfsmönnum KSÍ í morgun en það hafi ekki verið gert á eiginlegum fundi.

Ekki náðist í Guðna Bergsson, formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Viktor Bjarki í sögubækurnar – Tók fram úr stórstjörnu

Viktor Bjarki í sögubækurnar – Tók fram úr stórstjörnu
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli
433Sport
Í gær

Jói Kalli staðfestur hjá FH – Árni Guðna verður honum til aðstoðar

Jói Kalli staðfestur hjá FH – Árni Guðna verður honum til aðstoðar