Ray Cornwell er maðurinn sem blekkti marga í vikunni þegar hann mætti sem tvífari Jurgen Klopp á leik Englands og Þýskalands. Tvífari Jurgen Klopp stjóra Liverpool tókst að gabba nokkra upp úr skónum fyrir utan Wembley í vikunni, þegar England vann Þýskaland .
Tvífarinn var mættur á Wembley og hellti vel í sig fyrir utan Wembley og söng með stuðningsmönnum Englands. Tvífarinn var klæddur í Liverpool galla sem Jurgen sjálfur er ansi duglegur að nota. Jonathan Swain fréttamaður hjá Good Morning Britain lét gabba sig.
„Þegar ég fara inn á völlinn þá hitti ég Jurgen Klopp líka, hann var í góðu stuði og spjallaði við stuðningsmenn Englands. Eftir leik sást hann á öxlunum á einum stuðningsmanni og fékk sér í glas,“ sagði Swain.
Þetta var auðvitað ekki Klopp en tvífarinn var góður. Cornwell er milljarðamæringur sem á fjölda bygginga í London, hótel í Frakklandi og í fleiri löndum, auk þess að eiga nokkurn fjölda af veitinga stöðum.
„Þetta var ekki planað,“ sagði Cornwell.
„Ég fór í þetta viðtal með haug af fólki í kringum mig, fréttamaðurinn kom og ræddi við mig. Ég talaði með þýskum hreim, þetta var stutt viðtal en mjög skemmtilegt. Ég sá þetta daginn eftir og þetta var mjög fyndið.“
Hugmyndin af því að leika Klopp kom frá sjö ára barnabarni hans. „Alltaf þegar Liverpool spilar þá spyr hún hvers vegna afi sé í sjónvarpinu,“ sagði Cornwell léttur.