fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Gerrard snýr aftur á Anfield

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Gerrard, Liverpool-goðsögn, mun mæta með sitt lið, Rangers, á Anfield í sumar til þess að leika æfingaleik.

Gerrard stýrði Rangers til fyrsta Skotlandsmeistaratitils félagsins í tíu ár í vor. Hans menn rúlluðu yfir deildina og náðu í 102 stig. Þá töpuðu þeir ekki leik.

Æfingaleikur Liverpool og Rangers fer fram í lok júlí. Ef allt fer eftir óskum varðandi afléttingar á samkomutakmörkunum í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins mun fjöldi stuðningsmanna Liverpool geta mætt til þess að hylla goðsögnina. Gerrard lék yfir 700 leiki fyrir félagið.

Árangur stjórans með Rangers hefur vakið verðskuldaða athygli hjá stærri félögum. Þá hefur oft verið rætt um það að hann muni taka við sem stjóri Liverpool einn daginn. Það þarf þó líklega að bíða aðeins þar sem menn eru ansi sáttir með störf Jurgen Klopp, núverandi stjóra liðsins, eins og er.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“