fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Montar sig af mögnuðum árangri í tölvuleik

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. júní 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antoine Griezmann leikmaður Barcelona notar tíma sinn þegar hann er í fríi frá æfingum í að spila tölvuleik um fótbolta. Football Manager leikurinn hefur verið vinsæll í mörg ár.

Griezmann hefur talað um ást sína á leiknum og þegar hann er á ferðalagi með franska landsliðinu gerir hann lítið annað en að spila Manager.

Franska sambandið birti myndband á Twitter síðu sinni þar sem Griezmann er að monta sig af mögnuðum árangri.

Griezmann vann bæði deildina og Meistaradeildina með Newcastle, hann hefur stýrt liðinu í nokkur ár og er tímabilið 2027 í gangi.

Hann er búinn að kaupa samlanda sinn Kylian Mbappe og tjáir honum að kaupverðið hafi verið 134 milljónir evra.

Myndband um þetta er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag