fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
433Sport

Sveinn Guðjohnsen á leið í Garðabæ?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. júní 2021 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Aron Guðjohnsen landsliðsmaður í knattspyrnu gæti verið á heimleið. Sagt var frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag að Sveinn gæti verið að yfirgefa Spezia á Ítalíu.

Sveinn Aron var á láni hjá OB í Danmörku á liðnu tímabili en fékk miklu færri tækifæri en búist var við. Í Dr. Football var því haldið fram að Stjarnan væri að reyna að semja við Svein.

Sveinn Aron er 23 ára gamall en hann yfirgaf Breiðablik sumarið 2018 og gekk í raðir Spezia.

Getty Images

„Sveinn Aron ku vera nálægt því að semja við Stjörnuna,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson en Sveinn Aron spilaði sinn fyrsta A-landsleik í mars.

Hjörvar Hafliðason segir að Sveinn Aron þurfi að fara að spila leiki. „Ég vona að hann geri samning sem aldrei hefur verið gerður á Íslandi, að hann spili í 90 mínútur í hverjum leik. Það er það sem minn maður þarf, hann þarf að spila leiki.“

Sveinn Aron er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen sem er að margra mati besti knattspyrnumaður í sögu Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sesko vonast til að hitta Zlatan

Sesko vonast til að hitta Zlatan
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leeds horfir á tvo stóra bita

Leeds horfir á tvo stóra bita
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: KR kom til baka og vann – Heimir sá rautt í sigri FH

Besta deildin: KR kom til baka og vann – Heimir sá rautt í sigri FH
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Maresca stefnir á titilinn í vetur

Maresca stefnir á titilinn í vetur
433Sport
Í gær

Staðfestir að hann sé ekki hættur eftir bílslysið hræðilega

Staðfestir að hann sé ekki hættur eftir bílslysið hræðilega
433Sport
Í gær

Fékk óvænt símtal frá fyrrum leikmanni erkifjendanna: ,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi“

Fékk óvænt símtal frá fyrrum leikmanni erkifjendanna: ,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi“
433Sport
Í gær

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?
433Sport
Í gær

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur