Paul Pogba skoraði stórkostlegt mark fyrir Frakkland í leik gegn Sviss sem nú stendur yfir.
Þessi miðjumaður Manchester United fékk boltann töluvert fyrir utan vítateigsbogann og dúndraði honum upp í hægra hornið. Frábærlega gert.
Með markinu kom Pogba Frökkum í 3-1. Staðan í leiknum, sem er liður í 16-liða úrslitum Evrópumótsins, þegar þetta er skrifað er 3-2. Um átta mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
Enjoy this Paul Pogba goal against Switzerland. pic.twitter.com/TEB1dHesLe
— Manchester United ⚪️ (@manutd3546) June 28, 2021