fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Mourinho hjólar í Bruno Fernandes

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho þjálfari Roma hefur auglýst eftir því að Bruno Fernandes leikmaður Portúgals mæti til leiks á Evrópumótinu. Bruno sem var frábær með Manchester United hefur verið nánast ósýnilegur í fyrstu tveimur leikjum Portúgals.

Mourinho er harður í horn að taka þegar hann rýnir til gangs um samlanda sína en Portúgalar hafa titil að verja á EM.

„Portúgal er eitt af betri liðunum, þeir eiga að geta unnið alla,“ sagði Mourinho en Portúgal tapaði illa gegn Þýskalandi í síðasta leik, þarf liðið að ná í jafntefli hið minnsta gegn Frökkum í vikunni.

„Portúgal þarf ellefu leikmenn á vellinum sem leggja eitthvað á sig, í þessum tveimur leikjum hefur Bruno Fernandes verið á vellinum en hefur ekki spilað.“

„Ég vona að hann mæti til leiks gegn Frakklandi, hann er leikmaður með ótrúlega hæfileika. Hann getur sent boltann, hann getur skorað, tekið víti og skorað úr aukaspyrnum.“

„Hann getur gefið mikið af sér, í fyrstu tveimur leikjunum var hann hins vegar týndur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stýrir United á sunnudag – „Það er einfaldlega ekki nógu gott“

Stýrir United á sunnudag – „Það er einfaldlega ekki nógu gott“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Framtíð hans veltur á því hvort Salah fari eða ekki

Framtíð hans veltur á því hvort Salah fari eða ekki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tottenham í leit að sóknarmanni sem eru vond tíðindi fyrir Newcastle

Tottenham í leit að sóknarmanni sem eru vond tíðindi fyrir Newcastle
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Endurkoma Rashford ekki í kortunum eftir brottrekstur Amorim

Endurkoma Rashford ekki í kortunum eftir brottrekstur Amorim
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barcelona vill sækja sér varnarmann frá City í janúar

Barcelona vill sækja sér varnarmann frá City í janúar
433Sport
Í gær

Svona eru skipulagsbreytingarnar á skrifstofu KSÍ

Svona eru skipulagsbreytingarnar á skrifstofu KSÍ
433Sport
Í gær

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum