fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

EM 2020: Danir áfram eftir frábæran leik á Parken

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 21. júní 2021 20:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

B-riðli EM 2020 lauk nú rétt í þessu með tveimur leikjum. Belgía og Danmörk fara áfram í 16-liða úrslit.

Danmörk áfram eftir frábæra frammistöðu

Danir tóku á móti Rússum á Parken og unnu að lokum öruggan sigur.

Mikkel Damsgaard kom þeim yfir með frábæru marki á 38. mínútu. Það var eina mark fyrri hálfleiks.

Yussuf Poulsen tvöfaldaði forystu þeirra eftir slæm mistök í vörn Rússa.

Artem Dzyuba minnkaði muninn fyrir Rússland með marki úr vítaspyrnu þegar 20 mínútur lifðu leiks.

Heimamenn afgreiddu leikinn þó með tveimur mörkum með stuttu millibili. Fyrst skoraði Andreas Christensen á 79. mínútu og svo Joakim Mæhle á 82. mínútu. Lokatölur 4-1.

Belgía vann Finnland

Belgía og Finnland mættust í Sanktí Pétursborg. Belgía vann leikinn.

Belgarnir voru lengi að brjóta Finna á bak aftur. Markið kom þó á 74. mínútu þegar Lukas Hradecky setti boltann í eigið net.

Romelu Lukaku bætti svo við öðru marki á 81. mínútu. Lokatölur 2-0.

Belgía klárar riðilinn með fullt hús stiga. Danmörk fylgir þeim í 16-liða úrslit með 3 stig. Þeir hafa betri markatölu í innbyrðisviðureignum við Finnland og Rússland sem eru einnig með 3 stig.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ræðir umdeild félagaskipti sín – Segir Arsenal hafa svikið loforð

Ræðir umdeild félagaskipti sín – Segir Arsenal hafa svikið loforð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Metnaður fyrir norðan – Vilja sækja mann frá Milan til að byggja ofan á gott gengi

Metnaður fyrir norðan – Vilja sækja mann frá Milan til að byggja ofan á gott gengi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið