fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

EM 2020: Danir áfram eftir frábæran leik á Parken

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 21. júní 2021 20:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

B-riðli EM 2020 lauk nú rétt í þessu með tveimur leikjum. Belgía og Danmörk fara áfram í 16-liða úrslit.

Danmörk áfram eftir frábæra frammistöðu

Danir tóku á móti Rússum á Parken og unnu að lokum öruggan sigur.

Mikkel Damsgaard kom þeim yfir með frábæru marki á 38. mínútu. Það var eina mark fyrri hálfleiks.

Yussuf Poulsen tvöfaldaði forystu þeirra eftir slæm mistök í vörn Rússa.

Artem Dzyuba minnkaði muninn fyrir Rússland með marki úr vítaspyrnu þegar 20 mínútur lifðu leiks.

Heimamenn afgreiddu leikinn þó með tveimur mörkum með stuttu millibili. Fyrst skoraði Andreas Christensen á 79. mínútu og svo Joakim Mæhle á 82. mínútu. Lokatölur 4-1.

Belgía vann Finnland

Belgía og Finnland mættust í Sanktí Pétursborg. Belgía vann leikinn.

Belgarnir voru lengi að brjóta Finna á bak aftur. Markið kom þó á 74. mínútu þegar Lukas Hradecky setti boltann í eigið net.

Romelu Lukaku bætti svo við öðru marki á 81. mínútu. Lokatölur 2-0.

Belgía klárar riðilinn með fullt hús stiga. Danmörk fylgir þeim í 16-liða úrslit með 3 stig. Þeir hafa betri markatölu í innbyrðisviðureignum við Finnland og Rússland sem eru einnig með 3 stig.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið
433Sport
Í gær

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“