fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Róbert Orri skilur eftir væna summu í heimabænum þegar hann fer til Kanada

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. júní 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Orri Þorkelsson varnarmaður Breiðabliks er að ganga í raðir Montreal Impact í MLS deildinni. Liðið er í Kanada og er Róbert keyptur til félagsins frá Breiðabliki. Mun hann ganga í raðir félagsins þegar félagaskiptaglugginn opnar.

Róbert Orri er fæddur árið 2002 en Breiðablik keypti hann frá Aftureldingu um haustið 2019. Hafði Róbert þá aðeins 17 ára gamall slegið í gegn í Lengjudeild karla.

Snemma sumars 2019 var vitað að flest öll félög í efstu deild höfðu áhuga á að kaupa Róbert, mörg félög voru líka spennt yfir þeirri staðreynd að drengurinn ungi var að verða samningslaus.

Róbert ákvað hins vegar að framlengja samning sinn við Aftureldingu í júlí árið 2019 til þess að tryggja að uppeldisfélagið myndi fá fjármuni í sinn vasa.  Breiðablik stökk til og keypti hann á ágætis upphæð.

Frá þeim tíma hefur Róbert spilað 16 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik en frammistaða hans með U21 árs landsliði Íslands vakti áhuga margra félaga. Forráðamenn Montreal eru nú að ganga frá kaupum á Róberti, eigandi Montreal á einnig Bologna á Ítalíu.

Samkvæmt heimildum 433.is fær Afturelding 20 prósent af þeirri upphæð sem rennur í vasa Breiðabliks en kaupverð Montreal er sagt vera á 30-40 milljónir. Salan mun því skila hið minnsta 6 milljónum í vasa Aftureldingar og í annað skiptið á tveimur árum skilar Róbert aurum í kassann í heimabæ sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu inn á heimili Erling Haaland – Ný tegund af rauðu ljósi, eldhúsið og kaupir mjólk beint af býli

Sjáðu inn á heimili Erling Haaland – Ný tegund af rauðu ljósi, eldhúsið og kaupir mjólk beint af býli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kalt andrúmsloft á tökustað eftir sögur um kokkálun frá hinni umdeildu Wöndu

Kalt andrúmsloft á tökustað eftir sögur um kokkálun frá hinni umdeildu Wöndu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sögulegt stig fyrir Blika í Evrópu – Klikkuðu á víti sem hefði gefið tæpar 60 milljónir í kassann

Sögulegt stig fyrir Blika í Evrópu – Klikkuðu á víti sem hefði gefið tæpar 60 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita