fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
433Sport

EM: Bekkurinn bjargaði Belgum gegn baráttuglöðum Dönum

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 17. júní 2021 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu lauk leik Danmerkur og Belgíu á Evrópumótinu í knattspyrnu. Leiknum lauk með 1-2 sigri Belga.

Danir byrjuðu leikinn af krafti og komust yfir strax þegar 99 sekúndur voru liðnar af leiknum. Þar var Poulsen á ferðinni en hann kláraði með laglegu skoti í fjærhornið eftir undirbúning frá Hojbjerg. Danir héldu uppteknum hætti í fyrri hálfleik og Belgar sáu ekki til sólar og Schmeichel hafði lítið að gera í markinu.

Roberto Martinez var ekki par sáttur með leik sinna manna og gerði breytingu í hálfleik þegar hann setti stórstjörnuna Kevin de Bruyne inná. Hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn þegar hann átti góða sendingu á Thorgan Hazard sem kláraði í autt markið.

Martinez var með fleiri stórstjörnur á bekknum og setti Eden nokkurn Hazard inná fyrir Yannick Carrasco. Hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn og gaf stoðsendingu á títtnefndan De Brunye sem kláraði listavel með snyrtilegu vinstri fótarskoti í nærhornið.

Danir gerðu sig líklega undir lokin til þess að jafna en það tókst ekki og 1-2 sigur Belga staðreynd.

Belgar eru þar með á toppi B-riðils með 6 stig en Danir eru á botninum með 0 stig.

Danmörk 1 – 2 Belgía
1-0 Poulsen (´2)
1-1 T. Hazard (´54)
1-2 De Bruyne (´70)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sögusagnir um að allt sé vitlaust á bak við tjöldin hjá Liverpool vegna þessa máls

Sögusagnir um að allt sé vitlaust á bak við tjöldin hjá Liverpool vegna þessa máls
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Solskjær til í að koma til skamms tíma eða lengri – United skoðar málið

Solskjær til í að koma til skamms tíma eða lengri – United skoðar málið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfsfólk Manchester United steinhissa – Opinbera hvað Amorim gerði á leið af æfingasvæðinu eftir brottreksturinn

Starfsfólk Manchester United steinhissa – Opinbera hvað Amorim gerði á leið af æfingasvæðinu eftir brottreksturinn
433Sport
Í gær

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Amorim sáttur með lífið á degi brottreksturs

Sjáðu myndina: Amorim sáttur með lífið á degi brottreksturs
433Sport
Í gær

U-beygja í fréttum af stjóramálum Manchester United

U-beygja í fréttum af stjóramálum Manchester United
433Sport
Í gær

Raunverulegar ástæður þess að Amorim var rekinn – Fór illa í yfirmenn þegar hann tók þessa leikmenn fyrir

Raunverulegar ástæður þess að Amorim var rekinn – Fór illa í yfirmenn þegar hann tók þessa leikmenn fyrir