fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Unglingur ákærður fyrir að hafa sent morðhótanir til leikmanns í ensku úrvalsdeildinni – „Ég mun drepa þig og fjölskyldu þína“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 3. maí 2021 17:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unglingur í Singapúr hefur verið ákærður fyrir það að hafa sent morðhótanir til Neal Maupay, framherja Brighton í ensku úrvalsdeildinni.

Derek Ng De Ren er sá sem hefur verið ákærður og hann er 19 ára gamall. Derek hafði samband við Maupay í nokkur skipti í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram á síðasta ári á tímabilin júní/júli, skömmu eftir 2-1 sigur Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Í leiknum lenti Maupay í samstuði við Bernd Leno, markvörð Arsenal með þeim afleiðingum að Leno þurfti að yfirgefa völlinn á sjúkrabörum. Maupay skoraði síðan sigurmark leiksins í uppbótartíma.

Nokkrum dögum eftir leikinn fékk Maupay fyrstu skilaboðin frá Derek þar sem hann hótaði fjölskyldu hans.

„Heldurðu að þú getur sloppið með það að meiða Leno? Ekki séns í hélvíti. En ekki hafa áhyggjur þú ert öruggur. Það er meiri skemmtun fólgin í því að vita til þess að þú finnir sársauka á meðan að ástvinir þínir þjást,“ voru fyrstu skilaboðin sem Maupay fékk frá Derek.

Tveimur dögum seinna sendi Derek önnur skilaboð.

„Það verður ráðist á fjölskyldu þína seinna í dag, fylgstu með,“ stóð í þeim skilaboðum.

Það er á þessum tímapunkti sem Maupay lætur lögreglu vita af skilaboðunum og sendir inn kvörtun til Instagram. Þá fékk hann önnur skilaboð frá Derek.

„Heldurðu að með því að kvarta undan mér sértu öruggur? Ég mun drepa þig og fjölskyldu þína,“ stóð í þeim skilaboðum.

Enska úrvalsdeildin stendur á bak við Maupay í málaferlinu en mikil vitundarvakning hefur verið undanfarið gagnvart þeirri áreitni og hatri sem leikmenn verða fyrir á samfélagsmiðlum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Isak varar stuðningsmenn við

Isak varar stuðningsmenn við
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum