fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Dramatík í Dalvík er Víkingur fór á toppinn

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 21. maí 2021 20:08

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur vann útisigur á KA í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Dramatík var í lok leiks.

Leikið var á Dalvík vegna slæmra vallaraðstæðna á Greifavellinum á Akureyri. Leikurinn var markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir eftir um klukkutíma leik. Þá skoraði hann af stuttu færi eftir sendingu frá Júlíusi Magnússyni.

Seint í uppbótartíma leiksins fengu heimamenn vítaspyrnu. Hallgrímur Mar Steingrímsson, sem hefur verið frábær á leiktíðinni, klúðraði þó vítinu. Þess má geta að hann klúðraði einnig víti í síðasta leik gegn Keflavík. Grátlegt fyrir KA. Lokatölur 0-1 fyrir Víking.

Víkingur er nú á toppi deildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki. KA er í þriðja sæti með 10 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“