fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Kom aldrei til greina að Arnar tæki starfið í Danmörku

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 13:05

Arnar Þór Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom aldrei til greina að Arnar Þór Viðarsson myndi taka við OB í Danmörku. Aðeins fyrirspurn um málið barst til KSÍ og málið var rætt.

„Það voru einhverjar þreifingar frá félaginu í gegnum millilið, það kom inn á borð okkar og Arnars. Það fór ekki lengra það. Það var ekki áhugi á því að ræða við félagið um mögulega ráðningu hans enda er verkefni hans nýbyrjað,“ segir Guðni Bergsson formaður KSí við Fótbolta.net.

Arnar Þór ætlaði í dag að velja leikmannahóp sinn fyrir komandi verkefni en hætti við á síðustu stundu, forföll vegna hina ýmsu ástæðu varð til þess að Arnar þurfti aftur að setjast við teikniborðið og velja hóp inn.

„Það var haft samband við KSÍ og spurt hvort það mætti ræða við mig. Ég ræddi það við Guðna og Klöru þegar þetta kom upp. Við vísuðum því svo til baka. Ég er nýbyrjaður í nýju spennandi starfi með A-landslið karla. Það er ákveðið langtímaverkefni sem ég tók að mér og þetta fór aldrei lengra en að vera einhverjar þreifingar. Það er alls ekki þannig að ég sótti um, ég hef aldrei sótt um starf á ævinni,“ segir Arnar við Fótbolta.net.

Í fréttum í Danmörku segir að það hafi komið til tals að Arnar myndi stýra bæði OB og íslenska landsliðinu en Jens Gustafsson frá Svíþjóð er einnig sagður hafa verið í viðræðum um starfið. Arnar Þór gerðist landsliðsþjálfari undir lok síðasta árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney