fbpx
Mánudagur 14.júní 2021
433Sport

Fullyrða að þetta sé kaupverðið á Sölva

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. maí 2021 10:30

Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Snær Guðbjargarson lék síðustu rúmu tíu mínúturnar þegar Víkingur vann virkilega góðan sigur á Breiðabliki á heimavelli hamingjunnar í Pepsi Max-deild karla í gær. Þeir fara glimrandi vel af stað í mótinu. Pablo Punyed kom Víkingum yfir eftir stundarfjórðung með marki af stuttu færi. Heimamenn fóru með sanngjarna forystu inn í hálfleik.

Blikum tókst ekki að ógna marki Víkinga mikið í leiknum. Á 86. mínútu fór Júlíus Magnússon langt með það að klára dæmið fyrir heimamenn þegar hann skoraði eftir hornspyrnu Pablo. Það var svo enginn annar en Kwame Quee sem gerði þriðja mark Víkinga í uppbótartíma, gegn sínum gömlu félögum. Lokatölur 3-0 fyrir Víking.

Víkingur er á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Frábær byrjun hjá þeim. Blikar eru hins vegar í verri málum. Þeir eru með 4 stig, eftir jafnmarga leiki.

Sölvi var keyptur til Blika frá Stjörnunni í síðustu viku en í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var fullyrt að Blikar hefðu borgað 1,7 milljón fyrir Sölva.

Sagt var frá því að fleiri félög hefðu sýnt Sölva áhuga og fengið samþykkt tilboð frá Stjörnunni en Sölvi vildi fara til Breiðabliks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vitni tjáir sig um slysið í Lundúnum – ,,Náungi sem var nálægt okkur grét úr sér augun“

Vitni tjáir sig um slysið í Lundúnum – ,,Náungi sem var nálægt okkur grét úr sér augun“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

EM 2020: Austurríki vann Norður Makedóníu

EM 2020: Austurríki vann Norður Makedóníu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndina: Svaraði karlrembu fullum hálsi – ,,Hún er best á settinu fíflið þitt“

Sjáðu myndina: Svaraði karlrembu fullum hálsi – ,,Hún er best á settinu fíflið þitt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslenska þjóðin sýnir enska liðinu mikinn áhuga: Heimkoma fótboltans, sokkur og geggjaður Kalvin

Íslenska þjóðin sýnir enska liðinu mikinn áhuga: Heimkoma fótboltans, sokkur og geggjaður Kalvin
433Sport
Í gær

Segir sögusagnir um Andra ósannar og útskýrir misskilninginn – ,,Skil vel að Kela hafi svelgst á kaffinu sínu“

Segir sögusagnir um Andra ósannar og útskýrir misskilninginn – ,,Skil vel að Kela hafi svelgst á kaffinu sínu“
433Sport
Í gær

Var alls ekki sáttur með útsendinguna frá atburðarásinni skelfilegu – ,,Hún er bara galin“

Var alls ekki sáttur með útsendinguna frá atburðarásinni skelfilegu – ,,Hún er bara galin“