fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Magnaður lokakafli er Vestri lagði Þrótt

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

2. umferð Lengjudeildar karla kláraðist nú rétt í þessu þegar Vestri vann magnaðan sigur á Þrótti Reykjavík í Laugardalnum. Gestirnir sneru leiknum við á lokamínútum leiksins.

Fyrri hálfleikurinn var rólegur og var markalaust þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.

Fyrsta mark leiksins lét svo bíða eftir sér allt þar til tæpar 20 mínútur lifðu leiks. Þá skoraði Daði Bergsson fyrir heimamenn eftir sendingu frá Samuel George Ford.

Það stefndi í það að Þróttur myndi ná í sín fyrstu stig á tímabilinu þegar Pétur Bjarnason jafnaði fyrir Vestra á 86. mínútu. Hann náði þá frákasti inni á teig og setti boltann í netið. 1-1.

Vonbrigði Þróttara áttu bara eftir að færast í aukanna því gestirnir komust yfir í uppbótartíma með marki Nikolaj Madsen. Til að strá salti í sár heimamanna þá skoraði Luke Rae þriðja mark Vestra í blálokin. Markið hafði þá verið skilið eftir galopið þar sem markvörður Þróttar hafði farið fram í hornspyrnu.

Vestri er með fullt hús eftir tvo leiki. Þróttur þarf að bíða lengur eftir því að ná í sín fyrstu stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu markið – Frakkar jöfnuðu eftir að hafa lamið fast á hurðina í seinni hálfleik

Sjáðu markið – Frakkar jöfnuðu eftir að hafa lamið fast á hurðina í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir tvær breytingar

Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir tvær breytingar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skellti sér í sögubækurnar fyrir helgi

Skellti sér í sögubækurnar fyrir helgi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Haaland yfirgefur hópinn

Haaland yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Einn besti leikmaður liðsins fer meiddur heim úr landsliðsverkefni

Áfall fyrir Chelsea – Einn besti leikmaður liðsins fer meiddur heim úr landsliðsverkefni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoða það að breyta undankeppni EM til að gera hana áhugaverðari

Skoða það að breyta undankeppni EM til að gera hana áhugaverðari