fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Íslendingurinn sem allir í Danmörku þekkja – ,,Elskaður, hataður, aldrei hundsaður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Þar ræddu þeir Hjörvar Hafliðason, Hrafnkell Freyr Ágústsson og Kristján Óli Finnbogason um það hversu stórt nafn leikmaðurinn er í dönskum fótbolta.

Kjartan Henry er nýkominn aftur til KR frá Esbjerg í Danmörku. Hann hafði leikið þar frá árinu 2014, að undanskildu einu ári í Ungverjalandi tímabilið 2018-2019, með Horsens og Vejle ásamt Esbjerg.

,,Kjartan Henry Finnbogason hefur skilið eftir sig orðspor í Danmörku. Hann er einn af fáum leikmönnum sem allir danskir fótboltaáhugamenn þekkja. Ég hef átt fleiri samtöl um Kjartan Henry við Dani heldur en nokkurn annan leikmann,“ sagði Hjörvar, þáttastjórnandi, um leikmanninn.

Hrafnkell var á sama máli. ,,’Sloganið’ okkar fer vel fyrir hann. Það er elskaður, hataður, aldrei hundsaður. Það er eiginlega bara um Kjartan Henry í Danmörku.“

Hægt er að hlusta á þátt Dr. Football frá því í gær með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag