fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Ósátt eftir að Instagram eyddi þessari mynd

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 10:45

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin umdeilda Wanda Nara, eiginkona knattspyrnumannsins Mauro Icardi sem spilar með PSG í Frakklandi, er ósátt eftir að Instagram eyddi mynd sem hún deildi á samfélagsmiðlinum.

Wanda, sem einnig er umboðsmaður Icardi, varð afar umdeild eftir að hún vakti mikla athygli í Argentínu. Wanda byrjaði að vera með Icardi þegar hún var ennþá gift liðsfélaga hans í landsliðinu, Maxi Lopez. Þá var einnig fjaðrafok í kringum hana þegar Icardi var neyddur til að neita því að hún hafi átt aðild í því að gera kynlífsmyndband.

Umboðsmaðurinn vekur reglulega athygli fyrir myndirnar sem hún birtir á Instagram. Nýjasta myndin sem hún deildi vakti mikla athygli en eftir að fjölmargir kvörtuðu yfir myndinni var henni eytt af samfélagsmiðlinum.

Wanda lét það þó ekki á sig fá og birti myndina aftur. Eina breytingin var sú að í þetta skiptið setti hún tjákn yfir rassinn til að koma í veg fyrir að blygðunarkennd fólksins sem kvartaði yfir upphaflegu myndinni myndi særast.

Þá skaut hún harkalega á þá sem kvörtuðu yfir myndinni og tilkynntu hana til Instagram með þeim afleiðingum að henni var eytt „Þessi mynd var ritskoðuð. Ég skil ekki hvers vegna… hver gerði það?“ segir hún og veltir steinum yfir því hvort hennar réttindi og frelsi séu ekki jafn mikil og annarra. „Erum við á árinu 2021 eða 1810? Mynd af mér í bikiní og stuttermabol er ritskoðun.“

„Ég er svo hrifin af konum með frábæra líkama og ég hrósa þeim margoft fyrir líkamana sína, ýmist í einkaskilaboðum eða opinberlega. Öfund á milli kvenna er eitt það ljótasta sem við getum gert,“ segir hún og hvetur fólk til að bera virðingu fyrir öðrum.

Hér fyrir neðan má sjá myndina sem um ræðir:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Wanda nara (@wanda_icardi)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi