fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Juventus hvorki í ítölsku deildinni né Meistaradeildinni næsta haust?

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 10. maí 2021 19:10

Cristiano Ronaldo í leik gegn Milan um helgina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin fræga Ofurdeild sem 12 stórlið í Evrópu höfðu stofnað er enn að valda vandræðum fyrir félögin. Níu af þessum tólf liðum hafa nú þegar dregið sig úr keppninni vegna vaxandi neikvæðrar umræðu frá evrópska knattspyrnusambandinu, deildunum í landinu og stuðningsmönnum liðanna.

Barcelona, Real Madrid og Juventus eru einu félögin sem hafa ekki formlega dregið sig úr deildinni og eru ósátt við hótanir sem þau hafa fengið vegna Ofurdeildarinnar.

Forseti ítalska knattspyrnusambandsins, Gabriele Gravina, segir að Juventus verði vísað úr ítölsku A-deildinni ef félagið segir sig ekki úr Ofurdeildinni.

„Þegar félög samþykkja að taka þátt í ítölsku deildinni þá samþykkja þau ákveðið fyrirkomulag í leiðinni. Ef Juventus fer ekki eftir settum reglum verður félagið bannað úr deildinni,“ sagði Gravina á blaðamannafundi.

Bannið frá deildinni mun hefjast strax næsta haust. Gravina vonaðist þó til þess að liðið myndi segja sig úr Ofurdeildinni svo ekki kæmi til þessa.

Gengi Juventus hefur ekki verið upp á marga fiska í deildinni í vetur en liðið er í 5. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Napoli og Meistaradeildarsætinu eftirsótta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið