fbpx
Föstudagur 23.janúar 2026
433Sport

El Clásico: Ræður hraðinn úrslitum?

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 9. apríl 2021 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun tekur Real Madrid á móti erkifjendum sínum í Barcelona í stórleik umferðarinnar í spænsku deildinni klukkan 19:00. Leikur liðanna, sem gjarnan er kallaður Él Clásico, hefur ekki þótt eins spennandi eftir að stjórstjarnan Cristiano Ronaldo yfirgaf Madrídarliðið og gekk til liðs við Juventus. Mikil spenna ríkir þó yfir leik morgundagsins en litlu munar á liðunum í deildinni. Barcelona er í 2. sæti deildarinnar með 65 stig, einu stigi á eftir Atlético en Real Madrid situr í 3. sæti, tveimur stigum á eftir Barcelona.

Spánarmeistarar Real Madrid verða án þó nokkurra lykilmanna á morgun en Eden Hazard, Sergio Ramos, Raphael Varane og Dani Carvajal verða allir fjarri góðu gamni. Þessu er öfugt farið hjá Barcelona en þar snúa tveir lykilmenn aftur í liðið, þeir Gerard Piqué og Sergei Roberto.

Dagblaðið Marca á Spáni heldur úti öflugri umfjöllun um leikinn og í dag var farið yfir hraða leikmanna liðanna. Leikmennirnir sem slógu í gegn og unnu mikilvæga sigra fyrir sín lið í vikunni, þeir Vinícius Jr. og Dembélé eru hraðastir samkvæmt gögnum Skillcorner. Þeir hafa tekið saman mesta hraða sem leikmenn liðanna hafa náð í síðustu 10 leikjum í deildinni. Vinícius er samkvæmt þessu hraðastur allra leikmanna liðanna en mældist hæst á 30,6 km hraða á klukkustund.

Þá virðist sóknarlína Madrídinga vera töluvert hraðari en hjá Börsungum en stóra spurningin er sú hvort það nægi til við að hjálpa vængbrotnum Madrídingum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tvö stór nöfn efst á blaði í Sádí Arabíu fyrir sumarið

Tvö stór nöfn efst á blaði í Sádí Arabíu fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kemur líklega beint inn í liðið hjá City – Guardiola segist vita hvert vandamálið er

Kemur líklega beint inn í liðið hjá City – Guardiola segist vita hvert vandamálið er
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aston Villa að ganga frá kaupum á enska framherjanum

Aston Villa að ganga frá kaupum á enska framherjanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Urðar yfir fyrrum eiginmann sinn – Segir það honum að kenna að hún er skítblönk í dag

Urðar yfir fyrrum eiginmann sinn – Segir það honum að kenna að hún er skítblönk í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dóttir Rodman verður launahæsta knattspyrnukona sögunnar

Dóttir Rodman verður launahæsta knattspyrnukona sögunnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað er að hjá Haaland?

Hvað er að hjá Haaland?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Högg fyrir Tottenham

Högg fyrir Tottenham