fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Tíu bestu hægri bakverðir heims

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 13:14

Trent Alexander-Arnold er að sjálfsögðu á listanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FourFourTwo tók saman lista yfir bestu hægri bakverði heims í dag. Á þessum áhugaverða lista má finna bæði kunnugleg nöfn sem og minna þekkt. Njótið.

10. Sergino Dest (20 ára, Barcelona) 

Barcelona borgaði Ajax 20 milljónir punda fyrir leikmanninn síðastliðið sumar og virðist það vera að borga sig. Dest er snöggur, áræðinn og góður á boltanum. Hann hefur unnið vel með Lionel Messi á hægri vængnum hjá Barca. Hann er einn besti sóknarbakvörður í boltanum í dag en getur þó bætt varnarleik sinn töluvert. Til að mynda þegar það kemur að tímasetningum á tæklingum og skallaeinvígum. Dest á bandarískan faðir og hollenska móðir. Hann spilar fyrir landslið Bandaríkjanna.

9. Fabian Centonze (25 ára, Metz)

Áreiðanlegur leikmaður í miðlungsliði í Frakklandi. Virkilega öruggur varnarlega og staðsetur sig frábærlega á vellinum. Hann er ekki mesti nútímabakvörðurinn á listanum en stendur sína vakt vel.

8. Reece James (21 árs, Chelsea)

Þrátt fyrir gríðarlegt magn af hægri bakvörðum hefur James tekist að brjóta sér inn í landslið Englands með frammistöðum sínum. Hann gefur ekki jafngóðar fyrirgjafir og Trent Alexander-Arnold og hleypur ekki jafnhratt og Kyle Walker en hann getur svo sannarlega staðið sig með prýði í öllum þáttum leiksins. Hann er flottur varnarlega og getur ógnað fram á við.

7. Juan Cuadrado (32 ára, Juventus)

Cuadrado kom til Juventus sem kantmaður en hefur fest sig í sessi sem hægri bakvörður liðins undir stjórn Andrea Pirlo. Hann hefur verið að bæta sig í að staðsetja sig á vellinum og tímasetur hlaup sín fram á við virkilega vel.

6. Kyle Walker (30 ára, Manchester City)

Þrátt fyrir að Walker hafi þurft að sætta sig við töluverða bekkjarsetu á þessu tímabili eftir komu Joao Cancelo er leikmaður enn mjög öflugur. Hann er kraftmikill, hraður og áræðinn sem fyrr. Fyrirgjafir hans eru ákveðinn veikleiki. Hann hefur aðeins lagt upp 15 mörk í 175 leikjum fyrir City. Það er þó ekki hægt að horfa framhjá styrk hans varnarlega.

5. Leo Dubois (26 ára, Lyon)

Nútamabakvörður í orðsins fyllstu merkingu. Dubois hefur brotið sér leið inn í franska landsliðið og er einn besti hægri bakvörður í Ligue 1. Hann er óhræddur við að koma sér inn á síðasta vallarþriðjunginn og gefa virkilega hættulegur fyrirfjafir. Hann er öruggur á boltanum en getur einnig staðið sig vel varnarlega.

4. Kieran Trippier (30 ára, Atletico Madrid)

Besti hægri bakvörður í La Liga á þessu tímabili. Hann er stöðugur varnarlega og hefur einnig lagt upp 6 mörk á leiktíðinni. Hann er ekki sjá fljótasti eða sterkasti en yfirvegun hans, fyrirgjafir og föst leikatriði gera hann öflugan sóknarlega.

3. Achraf Hakimi (22 ára, Inter)

Verið einn sá besti á tímabilinu í liði Inter sem stefnir hraðbyri í átt að Ítalíumeistaratitlinum. Hann er bæði skapandi og skorar mörk. Þá býr hann yfir miklum hraða og mikilli sendingagetu.

2. Trent Alexander-Arnold (22 ára, Liverpool)

Hefur ekki alltaf verið upp á sitt besta á þessu tímabili en er samt sem áður einn sá besti í heimi. Það kom virkilega á óvart þegar hann var ekki valinn í landsliðsverkefni með Englandi í mars og fékk Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, mikla gagnrýni fyrir það. Trent hefur sett markið svo hátt að tímabilið í ár flokkast sem hálfger vonbrigði þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi lagt upp 7 mörk og skorað 2. Hann var næststoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, með 13 talsins. Trent hlýtur að fá kallið frá Southgate fyrir EM í sumar.

1. Joao Cancelo (26 ára, Manchester City)

Það er ekki oft sem bakvörður er stjörnuleikmaðurinn í Englandsmeistaraliði en það stefnir í að Cancelo verði það í ár fyrir City. Hann er eins og varnarmaður, miðjumaður og sóknarmaður, allt í einum manni. Hann er alltaf á réttum stað og hefur aðlagað leik sinn eftir þörfum Pep Guardiola, stjóra liðsins. Hann er með mikla sendingahæfni, rólegur á boltanum og öruggur varnarlega. Þá getur hann einnig spilað í vinstri bakverði. Frábær leikmaður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Í gær

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“