fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Yfirmaður Gylfa fær nýjan samning

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcel Brands yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton hefur fengið nýjan þriggja ára samning hjá félaginu. Hann fær mikið lof fyrir starf sitt.

Brands tók við starfinu hjá Everton árið 2018 en hann stjórnar leikmannakaupum félagsins í samráði við stjórann hverju sinni. Hann er einnig í stjórn félagsins.

Brands hefur notið þess að vinna með Carlo Ancelotti og treystir Everton á að þessir tveir menn geti komið félaginu í hóp þeirra bestu. Everton hefur sett mikla fjármuni í leikmenn og vilja ná langt.

„Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að ég myndi setjast niður með Marcel og semja við hann,“ sagði Bill Kenwright stjórnarformaður félagsins.

„Hann er frábær í sínu starfi og á frábært samstarf við Carlo Ancelotti. Það er mikilvægt að hafa hann hérna næstu árin.“

Gylfi Þór Sigurðsson er í herbúðum Everton en samningur hans við félagið rennur út eftir rúmt ár, Brands gæti boðið honum lengri samning á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Isak varar stuðningsmenn við

Isak varar stuðningsmenn við
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum