fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Rashford stígur fram og mótmælir eigendum Manchester United

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 13:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford framherji Manchester United hefur stigið fram og mótmælt eigendum félagsins sem ætla að fara inn í ný stofnaða Ofurdeild. Glazer fjölskyldan á Manchester United en hún kemur frá Bandaríkjunum og hefur alltaf verið umdeild.

Rashford fer einfalda leið í því að mótmæla því plani sem nú er í gangi um tólf stór félög sem ætla að fara í sína eigin deild til að fá meiri fjármuni.

„Fótboltinn er ekkert án stuðningsmanna,“ stendur á myndinni sem Rashford birtir en um er að ræða orð sem Sir Matt Busby fyrrum stjóri liðsins lét falla. Um er að ræða skilaboð sem eru í stúkunni á Old Trafford.

Neyðarfundur var í herbúðum Manchester United en leikmenn voru ósáttir við Ed Woodward stjórnarformann félagsins, leikmenn mótmæltu þessu plani.

12 evrópsk stórlið á knattspyrnusviðinu tilkynntu seint á sunnudagskvöld að þau hafi tekið saman höndum um stofnun Ofurdeildar, The Super League. UEFA er alfarið á móti þessu og hótaði í gær að útiloka liðin og leikmenn þeirra frá þátttöku í öllum mótum á alþjóðasviðinu. Þá hafa knattspyrnusamböndin í Englandi, Spáni og á Ítalíu hótað að reka liðin úr deildarkeppnunum þar í landi. Markmiðið með deildinni er að til verði keppni þar sem 15 lið eiga alltaf fast sæti en árlega fái 5 önnur lið aðgang að keppninni.

Þessi nýja deild hefur mætt mikilli mótspyrnu en svo virðist sem félögin ætli að standa fast á sínu og hefja leik í deildinni sem allra fyrst.

Stofnfélög deildarinnar eru:
Arsenal
Chelsea
Liverpool
Manchester City
Manchester United
Tottenham
Atlético Madrid
Barcelona
Real Madrid
AC Milan
Inter Milan
Juventus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun