fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Eiður Smári í ótrúlegum hópi manna hjá breska ríkissjónvarpinu

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Alan Shearer og Micah Richards, sérfræðingar BBC um ensku úrvalsdeildina fengu það verkefni í hlaðvarpsþættinum Match of the Day: Top 10 frá Gary Lineker, að koma með lista yfir 10 bestu framherjapörin í sögu úrvalsdeildarinnar.

Þá var ekki aðeins verið að leita eftir fjölda skoraðra marka heldur þurftu framherjapörin að „búa yfir öllu“ því sem góð framherjapör þurfa að búa yfir.

Að mati tvíeykisins voru Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink, sem voru liðsfélagar hjá Chelsea á sínum tíma, eitt af tíu bestu framherjapörunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

GettyImages

„Þetta var samstarf þar sem þeir skildu báðir hvað hinn aðilinn vildi, þeir voru snöggir og snjallir. Guðjohnsen gat komið djúpt og tengt saman spil miðjumannanna við sóknarlínuna. Hasselbaink var sterkur og gat haldið mönnum fyrir aftan sig, svo ég tali nú ekki um skotin hans. Hann var með risastór læri. Þeir eiga báðir að baki langan feril saman og skildu hvorn annan mjög vel,“ sagði Alan Shearer um samvinnu Eiðs Smára og Hasselbaink.

Eiður Smári og Hasselbaink spiluðu saman hjá Chelsea á árunum 2000-2004. Á þeim tíma skoraði Eiður Smári, 40 mörk í ensku úrvalsdeildinni, Hasselbaink skoraði 69 mörk.

Með samvinnu sinni voru mörkin sem spruttu upp eingöngu með samvinnu Eiðs Smára og Hasselbaink, 13 talsins.

Topp 10 lista Shearer og Richards um bestu framherjapör ensku úrvalsdeildarinnar má sjá hér.

GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins
433Sport
Í gær

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga
433Sport
Í gær

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum