fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Sonur Solskjær svarar Mourinho með pillu – „Ég fæ alltaf að borða“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 09:20

Noah til vinstri Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það andar köldu á milli Ole Gunnar Solskjær og Jose Mourinho stjóra Manchester United, eftir leik liðanna á sunnudag. United vann 1-3 sigur en sonur Solskjær hefur nú blandað sér í mál þeirra. Á 33. mínútu kom Edinson Cavani, Manchester United yfir með marki eftir stoðsendingu frá Paul Pogba. Markið var hins vegar skoðað í VAR og þar var komist að þeirri niðurstöðu að Scott McTominay, miðjumaður Manchester United, hafði brotið af sér í uppbyggingu sóknarinnar þegar að hann slæmdi hendinni í andlit Heung Min Son, sóknarmann Tottenham. Markið var því ekki tekið gilt og aukaspyrna dæmd.

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United var ekki sáttur með athæfi Son og vill meina að hann hafi gert of mikið úr högginu. „Ef þetta væri sonur minn og hann lægi eftir í jörðinni og félagar hans þurfa að hjálpa honum upp, myndi hann ekki fá að borða, þetta er það vandræðalegt,“ sagði Solskjær í viðtali eftir leik.

Mourinho svaraði fyrir þetta. „Ég sagði Ole þetta, því ég hitti hann fyrir nokkrum mínútum. Hver yrðu viðbrögðin ef ég hefði sagt þetta, að ég ætlaði ekki að gefa syni mínum að borða,“ sagði Mourinho. „Ég verð bara að segja að Sonny er heppinn að faðir hans er betri en Solskjær. Faðir, ég sem faðir þá verð ég alltaf að gefa börnunum mínum að borða. Sama hvernig þau haga sér.“

Noah Solskjær hefur nú blandað sér í málið en hann var spurður út í málið í Noregi. „Ég hafði gaman af þessu á sunnudag,“ sagi Noah.

„Ég fæ alltaf að borða, því get ég lofað ykkur. Liðsfélagi minn spurði mig í dag hvort ég hefði fengið að borða fyrir æfingu,“
sagði Noah sem spilar með Kristiansund BK í Noregi.

„Ég hef aldreið legið svona í jörðinni eins og Son, Mourinho vildi taka athyglina frá þessu tapi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið