fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Segir að Arteta gæti verið rekinn ef hann vinnur ekki Evrópudeildina – ,,Arsenal hefði átt að fá Ancelotti“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, Stjóri Arsenal, gæti misst starfið sitt ef honum tekst ekki að vinna Evrópudeildina í vor. Þetta segir Darren Bent, fyrrum leikmaður Tottenham, Aston Villa og fleiri liða.

Arsenal hefur átt slæmt tímabil í ensku úrvalsdeildinni, eru í 9.sæti þegar sjö leikir eru eftir. Þá féllu þeir úr leik í enska bikarnum í 32-liða úrslitum. Það verður ansi erfitt fyrir þá að komast í Evrópukeppni í gegnum deildina á þessu tímabili. Þeir eru þó í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sigur í þeirri keppni veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Það er því til mjög mikils að vinna fyrir Arteta og hans menn.

Stjórinn vann enska bikarinn með liðinu í fyrra, á sínu fyrsta tímabili. Bent telur það að einhverju leiti hafa varpað skugga á stöðu liðsins sem endaði í 8.sæti deildarinnar sama ár.

,,Sigurinn í bikarnum fyllir í margar sprungur. Ef Arsenal fellur úr leik í Evrópudeildinni og endar í 10. -eða 11.sæti í deildinni þá held ég að hann gæti verið rekinn,“ sagði Bent við talkSport.

Þá er þessi fyrrum leikmaður einnig á þeirri skoðun að Arsenal hefði frekar átt að ráða Carlo Ancelotti til starfa á sínum tíma, frekar en Arteta. Báðir stjórarnir fóru í ný félög á svipuðum tíma. Ancelotti fór til Everton.

,,Mér finnst að Ancelotti hefði átt að fara til Arsenal og Arteta til Everton.“ 

Arsenal mætir Slavia Prag í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudag. Fyrri leikurinn fór 1-1 á heimavelli skyttanna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum
433Sport
Í gær

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Vilja bjóða United leikmann í skiptum til að fá Zirkzee

Vilja bjóða United leikmann í skiptum til að fá Zirkzee
433Sport
Í gær

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær