fbpx
Föstudagur 23.janúar 2026
433Sport

Hafði 20 mínútur til að ákveða sig – Einkaþota beið eftir honum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 22:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíski vængmaðurinn Raphinha, hjá Leeds United, hefur farið frábærlega af stað í ensku úrvalsdeildinni frá því að hann kom frá Rennes í haust. Það var þó tvísýnt á tímapunkti hvort að félagaskiptin frá Frakklandi myndu ganga í gegn.

Á síðasta tímabili aðstoðaði Raphinha Rennes við að komast í Meistaradeild Evrópu í fyrstu sinn í sögu félagsins. Í kjölfarið vaknaði upp áhugi á honum.

Þessi 24 ára gamli leikmaður sagði í viðtali við FourFourTwo að hann hafi einungis haft 20 mínútur til að ákveða sig hvort hann vildi fara til Leeds á lokadegi félagaskiptagluggans. Þá hafði Rennes samþykkt tilboð frá enska liðinu. Ef hann ætlaði sér að fara þá þurfti hann að drífa sig.

,,Ef ég ætlaði að samþykkja að fara þá var einkaþota klár fyrir utan til að fljúga mér til Englands í læknisskoðun og til að skrifa undir samning,“ sagði Raphinha.

,,Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hafi verið auðveld ákvörðun. Ég hafði nýverið hjálpað Rennes að komast í Meistaradeildina í fyrsta sinn. Það hefði verið frábært að taka þátt í því ævintýri með þeim. Aftur á móti var ég með tilboð á borðinu frá Leeds, risastóru félagi sem var einnig í góðum gír eftir að hafa komist aftur í úrvalsdeildina. 

Félagaskipti Raphinha til Leeds voru staðfest innan við klukkustund áður en félagaskiptaglugginn lokaði þann 5.október síðastliðinn.

Hann hefur verið í fantaformi á þessu tímabili með nýliðunum, skorað sex mörk og lagt upp jafnmörg til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Afar óvænt deild gæti fengið aukasæti í Meistaradeildinni

Afar óvænt deild gæti fengið aukasæti í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Högg fyrir Tottenham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hákon spilaði allan leikinn í tapi – Forest tapaði í Portúgal

Hákon spilaði allan leikinn í tapi – Forest tapaði í Portúgal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stóri Ange landaði nýju starfi

Stóri Ange landaði nýju starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður United sem komst í fréttirnar vegna furðulegra ummæla Amorim á förum

Leikmaður United sem komst í fréttirnar vegna furðulegra ummæla Amorim á förum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ungur maður bráðkvaddur í miðjum leik í gær – „Þetta var svo skyndilegt, það var enginn tími fyrir neitt“

Ungur maður bráðkvaddur í miðjum leik í gær – „Þetta var svo skyndilegt, það var enginn tími fyrir neitt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fluttur að heiman nokkrum dögum eftir að eiginkonan neitaði fyrir að hann væri að halda framhjá

Fluttur að heiman nokkrum dögum eftir að eiginkonan neitaði fyrir að hann væri að halda framhjá
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

FH samþykkir tilboð frá Spáni í Sigurð Bjart – Sömu eigendur og eiga Brentford

FH samþykkir tilboð frá Spáni í Sigurð Bjart – Sömu eigendur og eiga Brentford
433Sport
Í gær

Dæmdir í fangelsi fyrir að vera klæddir eins og Borat – Hafa fengið nóg af því að grín sé gert að landinu

Dæmdir í fangelsi fyrir að vera klæddir eins og Borat – Hafa fengið nóg af því að grín sé gert að landinu
433Sport
Í gær

Hátt fall United á lista yfir tekjuhæstu félög heim – Liverpool borgar mest í laun á Englandi

Hátt fall United á lista yfir tekjuhæstu félög heim – Liverpool borgar mest í laun á Englandi