fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Guðni blæs á kjaftasögu Gaua Þórðar um Gylfa og Eið Smára

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 22:16

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson formaður KSÍ blæs á kjaftasögur um að ósætti sé á milli Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarþjálfara landsliðsins. Þetta geri Guðni í skriflegu svari til Vísir.is í kvöld.

Ástæðan fyrir því að Guðni svarar fyrir málið eru orð Guðjóns Þórðarsonar í kvöld á Vísir. Gylfi Þór er ekki í íslenska landsliðshópnum sem tapaði fyrir Armeníu í kvöld.

„Það sem ég er búinn að heyra í nokkra daga er að það sé ágreiningur eða núningur, þú getur kallað það hvað sem, á milli Gylfa og hugsanlegrar stöðunnar hjá Eiði Smára,“ sagði Guðjón í hlaðvarpsþættinum, The Mike Show í kvöld.

„Það er ekki góðs viti ef það er einhver núningur þar innan vébanda eða innan liðsins. Ég veit ekkert hvernig það er en þetta er það sem maður heyrir. Forystan þarf þá að koma fram og segja að það sé bara alls ekki.“

Í frétt á Vísir er vitnað í heimildarmenn. „Heimildarmenn, bæði úr herbúðum KSÍ og aðilum tengdum Gylfa Þór sjálfum, fullyrtu við Vísi í kvöld að fullyrðingar Guðjóns ættu ekki við rök að styðjast og að eina ástæðan fyrir fjarveru Gylfa væri ákvörðun hans og eiginkonu hans, Alexöndru Helgu Ívarsdóttur, um að hann yrði heima við vegna meðgöngu hennar í núverandi landsleikjatörn,“ segir í frétt á Vísir.

Guðjón hafði einnig þetta að segja í kvöld. „Það heyrist að Gylfi sé ósáttur við þá sem stöðu sem uppi er og upp hefur komið. Ég þekki það ekki en þetta er það sem maður heyrir. Ef að það eru einhver vandamál þá þarf að leysa þau og standa saman og stíga saman í sömu átt.“

Guðjón gaf ekki upp mögulega ástæðu fyrir því að ósætti gæti verið á milli aðilanna vegna stöðu Eiðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn