Alisa Arshavin, fyrrum eiginkona Andrey Arshavin, fyrrum stjörnu Arsenal á Englandi, berst fyrir lífi sínu þessa dagana eftir hafa greinst með kórónuveiruna á meðan hún var í dái vegna annars sjúkdóms. The Sun fjallar um málið.
Alisa, sem starfaði sem fyrirsæta og blaðamaður, er í öndunarvél vegna veirunnar. Móðir Alisu segir að hún sé milli lífs og dauða en hún hefur legið inni á gjörgæslu í rúmlega viku. Alisa er vinsæl á samfélagsmiðlum og deilir þar reglulega myndum en hún hefur ekki deilt mynd í meira en mánuð.
Sjúkdómurinn sem Alisa var með áður en hún fékk Covid-19 var lungnasjúkdómur og er því afar slæmt að hún hafi greinst með veiruna. Þegar Alisa varð fyrst veik huldi hún reglulega andlitið sitt og héldu margir að hún hafði farið í misheppnaða lýtaaðgerð. „Ég er með alvarlegan sjúkdóm sem leggst á ónæmiskerfið, ég er búin að fara í tvær aðgerðir sem björguðu lífi mínu.“
Alisa sagði á sínum tíma að í kjölfar sjúkdómsins og aðgerðanna hafi andlitið hennar afmyndast. „Niðurstaðan er að fallega andlitið mitt er búið að afmyndast,“ sagði hún.