fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Heimsfrægar eiginkonur – Konurnar sem vekja meiri athygli en karlarnir

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkonur knattspyrnumanna eru oft ekki minni stjörnur en eiginmennirnir og hafa margar þeirra látið til sín taka í viðskiptalífinu og er þeim margt til lista lagt. Heimsfrægar söngkonur, fatahönnuðir, sjónvarpskonur og æskuást.

VICTORIA BECKHAM
Eiginkona David Beckham er á pari við hann þegar kemur að frægð og frama, segja má að þau séu hið raunverulega ofurpar þegar kemur að fótboltanum. Parið byrjaði að rugla saman reitum árið 1997 og hafa staðið saman síðan þá. Þau giftu sig árið 1999 og eiga saman fjögur börn, þrjá stráka og eina stelpu. Victoria var líklega þekktari þegar þau kynntust enda hafði hún öðlast algjöra heimsfrægð með Spice Girl. Posh Spice eins og hún var kölluð hefur heldur dregið sig til hlés síðustu ár á meðan Beckham hefur áfram baðað sig í sviðsljósinu. Hjónin vekja athygli hvert sem þau koma, þau búa í London en eru mikið á Miami þar sem David á knattspyrnufélagið Inter Miami. Victoria hefur reynt fyrir sér bæði sem fatahönnuður, hannað fyrir verslunarkeðjuna Target, skrifað bækur, tekið þátt í heimildamyndagerð og unnið að góðgerðarmálum.

SHAKIRA
Þessi heimsfræga söngkona á í ástarsambandi við Gerard Pique, varnarmann Barcelona. Þau hittust árið 2010 þegar verið var
að taka upp tónlistarmyndband Shakira á laginu Waka Waka sem var einkennislag HM í knattspyrnu það sama ár. Neistinn kviknaði og hefur lifað síðan, saman eiga Shakira og Pique tvö börn. Pique er 34 ára gamall og er tíu árum yngri en þessi magnaða söngkona. Shahkira er miklu frægari en eiginmaður hennar en hún er ein vinsælasta söngkona síðari ára, hún hefur einnig starfað sem sendiherra fyrir UNICEF.

Piqué og Shakira – Mynd/Instagram

SARA CARBONERO
Sara er ein vinsælasta sjónvarpskona Spánar og þá sérstaklega í tengslum við knattspyrnu, hún er einnig eiginkona Iker Casillas. Markvörðurinn frá Spáni er hættur í dag en samband þeirra hefur vakið mikla athygli. Hú hefur verið kosin kynþokkafyllsta fréttakona heims. Casillas og Carbonero gengu í hjónaband árið 2016, sex árum eftir að hafa gert samband sitt opinbert. Þau eiga tvo stráka saman en lífið hefur verið erfitt fyrir fjölskylduna síðustu ár. Carbonero var flutt á sjúkrahús á dögunum, tveimur dögum fyrir 37 ára afmæli sitt. Hún hóf baráttuna við krabbamein árið 2018 en það sama ár fékk Casillas, sem þá lék með Porto, hjartaáfall. Bæði náðu bata og leit allt vel út hjá Carbonero. Krabbameinið tók sig hins vegar aftur upp og háir hún nú aðra baráttu við þennan skæða sjúkdóm.

Getty Images

COLEEN ROONEY
Hefur verið á forsíðum enskra blaða frá unga aldri. Hún og Wayne Rooney kynntust þegar þau voru tólf ára í Liverpool, ástarsamband þeirra hófst þegar þau voru 16 ára en þá var Rooney á barmi heimsfrægðar. Nú tuttugu árum síðar eru þau enn í sviðsljósinu og standa saman þrátt fyrir talsverð læti í gegnum árin. Þau gengu í hjónaband árið 2008 en Coleen hefur gert það gott í viðskiptum, meðal annars hannað fatalínur, skrifað fyrir fjölmiðla sem og fjölda bóka auk þess sem hún hefur starfað í sjónvarpi, á meðan eiginmaðurinn hefur einbeitt sér að fótboltanum. Eiginmaðurinn hefur verið gómaður við framhjáhald og átt í – talsverðu veseni utan vallar, Coleen hefur hins vegar fyrirgefið honum marga heimskulega hluti. Saman eiga þau fjóra syni.

ANTONELLA ROCCUZZO
Er líklega þekktust fyrir að vera eiginkona Lionel Messi en það voru ekki frægð, peningar og frami sem heilluðu hana til að byrja með. Antonella og Messi ólust upp í Rosario í Argentínu og hafa þekkst frá fimm ára aldri. Frændi hennar var vinur Messi og þannig byrjaði vinskapur þeirra. Messi fluttist til Spánar þegar hann var 13 ára gamall en þau héldu alltaf samband. Síðan þróaðist samband þeirra út í ástarsamband og hefur það blómstrað síðan. Messi er hlédrægur utan vallar og vill lítið baða sig í sviðsljósinu, Antonella er á svipuðum slóðum. Þau giftu sig árið 2017 og eiga saman tvö börn. Antonella hefur getið sér gott orð sem fyrirsæta og starfar meðal annars fyrir Ricky Sarkany sem selur eftirsótta skó.

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Víkingur staðfestir komu Arons – Á að keppa við Ingvar

Víkingur staðfestir komu Arons – Á að keppa við Ingvar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rooney var á Brúnni í gær – Segir þetta eina bestu frammistöðu bakvarðar sem hann hefur séð

Rooney var á Brúnni í gær – Segir þetta eina bestu frammistöðu bakvarðar sem hann hefur séð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Í gær

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM
433Sport
Í gær

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester