fbpx
Miðvikudagur 21.janúar 2026
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Liverpool með fullt hús – Atletico áfram

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 22:09

Divock Origi fagnar marki sínu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Riðlum B-D í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk nú fyrir stuttu með sex leikjum.

B-riðill

Milan 1-2 Liverpool

AC Milan tók á móti Liverpool á San Siro. Liverpool var búið að sigra riðilinn fyrir leikinn í kvöld.

Heimamenn komust yfir eftir tæpan hálftíma leik. Allison varði þá skot Alessio Romagnoli en Fikayo Tomori fylgdi eftir og skoraði.

Á 36. mínútu jafnaði Mohamed Salah fyrir Liverpool. Skot Alex Oxlade-Chamberlain var þá varið af Mike Maignan í marki Milan en boltinn barst beint út til Salah sem skoraði. Staðan í hálfleik var 1-1.

Divock Origi skoraði svo sigurmark leiksins á 55. mínútu. Tomori missti þá boltann á afar slæmum stað til Sadio Mane. Sá átti skot að marki sem Maignan varði en aftur beint út í teiginn þar sem Origi var mættur.

Lokatölur 2-1. Liverpool er fyrsta enska liðið til að vinna alla leiki sína í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Porto 0-3 Atletico Madrid

Porto tók á móti Atletico Madrid. Staðan í hálfleik var markalaus í hálfleik en á 56. mínútu kom Antoine Griezmann Atletico yfir.

Um tíu mínútum síðar urðu gestirnir manni færri þegar Yannick Carrasco fékk rautt spjald. Stuttu síðar fékk svo Wendell í liði Porto rautt spjald. Liðin léku því tíu gegn tíu.

Angel Correa tvöfaldaði forystu Atletico með marki á 90. mínútu áður en Rodrigo De Paul skoraði þriðja markið stuttu síðar. Sergio Oliveira minnkaði svo muninn fyrir heimamenn. Lokatölur 1-3. Atletico fer því með Liverpool í 16-liða úrslitin.

Lokastaðan í riðlinum

1. Liverpool – 18 stig

2. Atletico Madrid – 7 stig

3. Porto – 5 stig

4. Milan – 4 stig

C-riðill

Ajax 4-2 Sporting

Ajax tók á móti Dortmund. Bæði þessi lið voru komin áfram fyrir leikinn.

Sebastien Haller kom Ajax yfir á 8. mínútu. Stundarfjórðungi síðar jafnaði Nuno Santos fyrir Sporting. Antony kom Ajax hins vegar aftur yfir skömmu fyrir leikhlé.

David Neres kom Ajax í 3-1 á 58. mínútu. Stuttu síðar jók Steven Berghuis forskot þeirra en frekar með marki. Tabata klóraði í bakkann fyrir Sporting á 78. mínútu. Lokatölur 4-2.

Dortmund 5-0 Besiktas

Dortmund fór létt með Besiktas á heimavelli.

Donyell Malen og Marco Reus komu þeim í 2-0 í fyrri hálfleik.

Reus bætti svo við þriðja markinu á 53. mínútu. Erling Braut Haaland skoraði fjórða mark Dortmund stundarfjórðungi síðar áður en hann innsiglaði 5-0 sigur á 81. mínútu.

Lokastaðan í riðlinum

1. Ajax – 18 stig

2. Sporting – 9 stig

3. Dortmund – 9 stig

4. Besiktas – 0 stig

D-riðill

Real Madrid 2-0 Inter

Real Madrid tók á móti Inter í stórleik.

Toni Kross sá til þess að heimamenn leiddu 1-0 í hálfleik.

Nicolo Barella fékk rautt spjald um miðjan seinni hálfleik. Inter því manni færri.

Marco Asensio tryggði Real 2-0 sigur á 79. mínútu.

Shaktar 1-1 Sheriff

Shaktar tók á móti Sheriff í Úkraínu.

Fernando kom heimamönnum yfir á 42. mínútu. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Boban Nikolov jafnaði fyrir Sheriff í uppbótartíma. Lokatölur 1-1. Sheriff fer í Evrópudeildina eftir áramót. Það var ljóst fyrir leik.

Lokastaðan í riðlinum

1. Real Madrid – 15 stig

2. Inter – 10 stig

3. Sheriff – 7 stig

4. Shaktar – 2 stig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Verður næstdýrastur í sögunni

Verður næstdýrastur í sögunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer formlega fram á sölu

Fer formlega fram á sölu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hollendingarnir reyna áfram en United er tregt til að sleppa honum

Hollendingarnir reyna áfram en United er tregt til að sleppa honum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telja sögulegt sumar í vændum í málefnum knattspyrnustjóra

Telja sögulegt sumar í vændum í málefnum knattspyrnustjóra
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Kom Eiði Smára á óvart og sagði hann hafa komið af stað tískubylgju – „Þessi mynd er náttúrulega hræðileg“

Myndband: Kom Eiði Smára á óvart og sagði hann hafa komið af stað tískubylgju – „Þessi mynd er náttúrulega hræðileg“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Henry segir þetta verða að gerast hjá United áður en næsti stjóri er ráðinn

Henry segir þetta verða að gerast hjá United áður en næsti stjóri er ráðinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot furðu lostinn – „Ein skrýtnasta spurning sem ég hef fengið“

Slot furðu lostinn – „Ein skrýtnasta spurning sem ég hef fengið“
433Sport
Í gær

Þetta eru einu aðilarnir í fjölskyldu Brooklyn Beckham sem hann á enn í samskiptum við

Þetta eru einu aðilarnir í fjölskyldu Brooklyn Beckham sem hann á enn í samskiptum við
433Sport
Í gær

Norðmennirnir með glæstan sigur á Manchester City

Norðmennirnir með glæstan sigur á Manchester City