fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Tókust á um fjármál á Hlíðarenda og hvað vær satt: Gummi Ben segir – „Hver segir það?“

433
Laugardaginn 4. desember 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sportvikan hóf göngu sína á Hringbraut í gær þar sem Benedikt Bóas Hinriksson situr við stýrið. Guðmundur Benediktsson var gestur í fyrsta þætti ásamt Herði Snævar Jónssyni sérfræðingi þáttarins.

Ein af þeim fréttum sem rætt var um er frá því í október þegar karlalið Vals í knattspyrnu boðaði niðurskurð. Hagræði átti í rekstri eftir slakt gengi í efstu deild karla í sumar. Síðan þá hefur liðið heldur betur látið til sín taka á leikmannamarkaðnum.

„Þessi frétt kemur í byrjun október, þar sem Börkur Edvarsson boðar það að það þurfi að skera niður,“ sagði Hörður í þættinum..

„Þeir eru búnir að kaupa Orra Hrafn Kjartansson sem er sagður dýrasti leikmaður sem seldur hefur verið á milli liða á Íslandi,“ sagði Hörður.

video
play-sharp-fill

Þá stökk Guðmundur Benediktsson til. „Hver segir það?,“ sagði Gummi.

Hörður svaraði þá til að Albert Brynjar Ingason leikmaður Fylkis hefði greint frá þessu.

„Mér finnst þetta alltaf svo skemmtilegt, þegar leikmenn eða stjórnarmenn frá félaginu sjálfu segja þetta. Ég get líka nefnt annan mann, Hjörvar Hafliðason. Hann heldur alltaf að þeir sem fara frá HK fari á metfé, Albert Brynjar heldur að þetta sé metfé frá Fylki. Ég er bara ekki að kaupa þetta,“ sagði Gummi Ben léttur.

Hörður tók þá aftur til máls. „Aron Jóhannsson er launahæsti leikmaður í sögu íslenska fótboltans, enginn hagræðing í því. Guy Smit hlýtur að kosta, Heiðar Ægisson. Það vissu allir í október að þetta væri leikþáttur hjá Berki,“ var sagt á léttum nótum.

video
play-sharp-fill

Fagnaðarefni að peningar séu í boltanum:

Guðmundur sagði það auðvitað gott að miklir peningar væru í íslenskum fótbolta. „Eigum við ekki að fagna þessu? Við viljum hafa peningana í fótboltanum,“ sagði Gummi.

Hörður var á sama máli. „Ég elska þetta, elska að það séu komnir svona peningar. Önnur félög farin að bjóða peninga sem þau gerðu ekki áður til að keppa við Val,“ sagði Hörður.

Þáttinn má sjá í heild hérna.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þakklátur foreldrum sínum – Keyrðu hann 500 kílómetra oft í viku

Þakklátur foreldrum sínum – Keyrðu hann 500 kílómetra oft í viku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið
433Sport
Í gær

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband
433Sport
Í gær

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök
Hide picture