fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Ítalski boltinn: Góður sigur Roma á Atalanta

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 18. desember 2021 15:56

Josè Mourinho / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atalanta tók á móti Roma í Seria A í dag. Leiknum lauk með 4-1 sigri Roma.

Leikurinn byrjaði að krafti en Tammy Abraham kom Roma yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Nicolo Zaniolo tvöfaldaði forystuna 27 mínútu. Allt leit út fyrir að Roma færi með góða forystu inn í hálfleik en í uppbótartíma fyrri hálfleiks varð Bryan Cristante fyrir því óláni að skora sjálfsmark og minnka muninn fyrir Atalanta.

Duvan Zapata hélt að hann hefði jafnað metin á 68. mínútu en markið var dæmt af eftir skoðun í VAR.

Chris Smalling skoraði þriðja mark Roma stuttu síðar og Tammy Abraham bætti við því fjórða á 82. mínútu og gulltryggði þar með góðan sigur lærisveina Mourinho.

Roma fer upp í 5. sæti með 31 stig en Atalanta er í 3. sæti með 37 stig.

Atalanta 1 – 4 Roma
0-1 Tammy Abraham (´1)
0-2 Nicolo Zaniolo (´27)
1-2 Bryan Cristante, sjálfsmark (´45+1)
1-3 Chris Smalling (´72)
1-4 Tammy Abraham (´82)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Í gær

Víkingar fóru illa með dönsku risana

Víkingar fóru illa með dönsku risana
433Sport
Í gær

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð