Atalanta tók á móti Roma í Seria A í dag. Leiknum lauk með 4-1 sigri Roma.
Leikurinn byrjaði að krafti en Tammy Abraham kom Roma yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Nicolo Zaniolo tvöfaldaði forystuna 27 mínútu. Allt leit út fyrir að Roma færi með góða forystu inn í hálfleik en í uppbótartíma fyrri hálfleiks varð Bryan Cristante fyrir því óláni að skora sjálfsmark og minnka muninn fyrir Atalanta.
Duvan Zapata hélt að hann hefði jafnað metin á 68. mínútu en markið var dæmt af eftir skoðun í VAR.
Chris Smalling skoraði þriðja mark Roma stuttu síðar og Tammy Abraham bætti við því fjórða á 82. mínútu og gulltryggði þar með góðan sigur lærisveina Mourinho.
Roma fer upp í 5. sæti með 31 stig en Atalanta er í 3. sæti með 37 stig.
Atalanta 1 – 4 Roma
0-1 Tammy Abraham (´1)
0-2 Nicolo Zaniolo (´27)
1-2 Bryan Cristante, sjálfsmark (´45+1)
1-3 Chris Smalling (´72)
1-4 Tammy Abraham (´82)