fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Ásgeir Börkur upplifði óvirðingu í Árbænum og nafngreinir Helga og Ólaf Inga – „Fuck it, ég stóð á mínu.“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 09:00

Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Börkur Ásgeirsson er mættur heim í Fylki eftir þrjú tímabil með HK í Kópavogi. Hann yfirgaf Fylki nokkuð óvænt haustið 2018 en hann segist hafa upplifað óvirðingu í sinn garð frá háttsettum mönnum í Árbæ.

Ásgeir Börkur segir frá málinu í fyrsta sinn í viðtali við Þorkel Mána Pétursson.

„Ég hef aldrei talað um þetta og hef kannski ekki verið spurður almennilega um þetta. Þetta snerist um óvirðingu, ég er alinn þannig að maður stendur fast á sínu,“ segir Ásgeir í þættinum Enn einn fótboltaþátturinn.

Ásgeir segist hafa upplifað óvirðingu og að honum hafi hreinlega verið ýtt til hliðar. „Þetta ár sem ég fór þá upplifði ég að það væri verið að ýta mér til hliðar, enginn virðing fyrir því sem ég hafði gert fyrir klúbbinn frá því ég var fjögurra ára.“

Ólafur Ingi er goðsögn hjá Fylki.

Ásgeir segist hafa fundið fyrir vanvirðingu frá bæði þjálfara liðsins og einum dáðasti syni Fylkis, Ólafi Inga Skúlasyni. ÓLafur hafði snúið heim úr atvinnumennsku eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi en þjálfari liðsins var Helgi Sigurðsson.

„Þetta var frá mörgum, það var frá þjálfaranum, manninum sem ég lét fá fyrirliðabandið þegar hann kom aftur, fólki sem ég taldi vini mína og var að vinna í kringum klúbbinn. Ég er bara þannig, virðing er mjög ofarlega í mínum huga. Ef að mér finnst brotið á mér á þeim vettvangi þá verð ég helvíti reiður.“

Helgi Sigurðsson. fyrrum þjálfari Fylkis. Mynd/Eyþór Árnason

„Þetta var kannski ekki endirinn sem ég vildi hjá uppeldisklúbbnum. Fuck it, ég stóð á mínu.“

Ásgeir hélt áfram að þjálfa hjá Fylki en hann þurfti að hætta því skömmu síðar. „Það voru snillingar sem héldu að ég væri njósna um meistaraflokkinn.“

Eins og fyrr segir snéri Ásgeir aftur heim í Fylki í haust en mennirnir sem hann nefnir í sambandi við óvirðingu eru allir farnir frá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnór Ingvi á leið heim?

Arnór Ingvi á leið heim?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Reynir að snúa hörmulegu gengi liðsins við – Fann leikmann í Ekvador

Reynir að snúa hörmulegu gengi liðsins við – Fann leikmann í Ekvador
433Sport
Í gær

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið
433Sport
Í gær

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal
433Sport
Í gær

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á því sem fáir höfðu spáð í eftir leik Íslands á dögunum

Vekur athygli á því sem fáir höfðu spáð í eftir leik Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk