fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

West Ham vill kaupa guðson Guðna Bergs frá Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham hefur áhuga á því að kaupa Nathaniel Phillips varnarmann Liverpool nú í janúar. David Moyes leitar að varnarmanni eftir að Angelo Ogbonna meiddist alvarlega.

Phillips kom nokkuð sterkur inn í vörn Liverpool á síðustu leiktíð en á þessari leiktíð er þessi varnarmaður sá fimmti í röðinni hjá Jurgen KLopp þessa stundina.

Phillips fékk tækifæri þegar Virgil van Dijk var meiddur og nýtti það vel, sökum þess vill Moyes fá hann í raðir Hamranna í janúar.

Phillips hefur sterka tengingu til Íslands en hingað hefur hann komið, faðir hans Jimmy Philips lék með Guðna Bergssyni hjá Bolton. Þeir voru liðsfélagar í sex ár og voru miklir vinir.

Guðni er guðfaðir Phillips sem fæddist árið 1997, þegar Jimmy og Guðni léku saman hjá Bolton. Jimmy hefur stýrt unglingastarfi Bolton síðustu ár.

Phillips gekk í raðir Liverpool frá Bolton árið 2016 en gæti nú fært sig yfir til Lundúna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot