fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Liverpool gefur út ævisögu í formi rappplötu

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Babel, fyrrum leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, reynir nú fyrir sér á nýjum slóðum. Babel hefur nú gefið út ævisögu sína sem birtist í formi rappplötu.

Babel hafði reynt fyrir sér í rappinu á meðan á knattspyrnuferlinum stóð en sá fljótlega að það yrði illvænleg blanda þar sem að knattspyrnudraumurinn tók of mikinn tíma. Hann setti því á laggirnar útgáfufyrirtæki 22 ára gamall og tók einstaka sinnum þátt í lögum hjá öðrum röppurum.

Nýjasta plata hans, sem ber nafnið The Autobiography -Chapter 1, kom út á dögunum. Á plötunni rappar hann meðal annars um samband sitt og Rafa Benitez, fyrrum knattspyrnustjóra Liverpool sem og hvernig Louis van Gaal, hafði ekki trú á honum til þess að spila með hollenska landsliðinu á sínum tíma.

Hugmyndin að því að gera plötu kom þegar að Babel var spurður út í það í viðtali hjá The Guardian hvort hann ætlaði sér að gefa út ævisögu. Í kjölfarið skall á kórónuveirufaraldur í heiminum, knattspyrnuæfingar voru settar á ís og fljótlega hafði Babel yfir nægum frítíma að skipa.

,,Mér finnst það náttúrulegasta leiðin að miðla sögu minni í gegnum tónlist. Þess vegna segi ég frá mismunandi tímabilum lífs míns í þessum átta lögum sem birtast á plötunni,“ segir Babel um plötu sína The Autobiography – Chapter 1, sem gefur til kynna að vænta má fleirri platna frá knattspyrnumanninum og rapparanum Ryan Babel.

Hægt er að finna plötuna á streymisveitunni Spotify:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arteta lofsyngur nýja manninn á bak við tjöldin

Arteta lofsyngur nýja manninn á bak við tjöldin
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið